Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2020 10:00 Páll Winkel fangelsistjóri skipuleggur sig langt fram í tímann og reynir að halda sig við markmiðin. Vísir/Vilhelm Við sjáum hann reglulega í fjölmiðlum og þá oftast að ræða nokkuð alvarleg mál: Staða fangelsanna, staða fanga, dómar, skilorð, reglur og ýmiss önnur erfið mál. En að vera fangelsistjóri segir Páll Winkel samt að sé skemmtilegt starf á margan hátt. Það sem gefur honum mest er að hitta fyrrum skjólstæðinga sem er að vegna vel í lífinu. Sjálfur skipuleggur hann sig langt fram í tímann. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kl 07:14.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að snúa mér að konunni minni, bjóða henni góðan daginn og við ræðum stuttlega um hvað standi til hjá hinu þann daginn. Að því loknu hendi ég mér í föt og bruna í vinnuna, enginn morgunmatur, ekkert kaffi.“ Fangelsi, fangar, dómar, afbrot og alls kyns erfið mál….. er hægt að segja að starfið þitt sé gefandi starf eða stundum skemmtilegt? „Starf mitt er á margan hátt skemmtilegt. Ég vinn með mörgum frábærum einstaklingum sem gera öll verkefni spennandi. Vissulega getur vinnan verið snúin á stundum enda koma reglulega upp erfið mál sem þarf að leysa. Starfsfólkið er vandað og agað og leysir öll þau mál sem koma upp. Þá er mjög gefandi að sjá skjólstæðinga ná bata, það er að ná að fóta sig að afplánun lokinni. Það gefur mér mjög mikið að hitta fyrrum skjólstæðinga á förnum vegi þar sem þeir lýsa því hve mikið betra líf þeirra er eftir afplánun, án afbrota og fíkniefna. Fyrir nokkru var ég staddur í sjoppu þegar maður í góðum holdum vatt sér að mér og fór að ræða stefnur og strauma í fangelsismálum. Ég gerði mér enga grein fyrir hvaða maður þetta var en áttaði mig þegar hann kynnti sig með nafni. Þessi maður hafði nokkrum árum áður verið í afplánun til margra ára og í mikilli neyslu. Þarna hafði hann bætt á sig 30-40 kílóum, var í fastri vinnu og sýndi mér stoltur myndir af barnabarni sínu. Það eiga allir von og þessi maður er skólabókardæmi um það. Sannast sagna átti ég helst von á að sjá næst mynd af honum í minningagreinum.“ Páll segir það ótrúlega gefandi að hitta fyrrum skjólstæðinga sem vegnar vel í lífinu eftir tíma afplánunar, fíkna og glæpa. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Okkar helsta verkefni þessa dagana er að koma rekstri fangelsanna í fyrra horf, þ.e. í það horf sem var áður en þessi ömurlega veira fór að gera mannkyni lífið erfitt. Samstarfsfólk mitt, önnur stjórnvöld og fangar hafa staðið sig óaðfinnanlega í þessu verkefni og enn hefur enginn starfsmaður eða fangi smitast. Þá eru rekstrarmál ávallt viðvarandi verkefni en auk þess að pæla í þeim þessa dagana erum við að taka á móti nýjum fangavörðum sem leysa af í fangelsum landsins á meðan aðrir starfsmenn komast í langþráð og verðskuldað frí.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég geri áætlanir langt fram í tímann, set niður markmið og fylgi þeim eftir eins og frekast er unnt. Ég er með reglulega fundi með samstarfsfólki þannig að það er föst regla á öllum hlutum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ég fer yfirleitt fremur snemma að sofa. Rútínan er svipuð flest kvöld. Ég og konan mín ræðum helstu uppákomur dagsins fyrir svefninn, við hlustum á útvarpsþátt eða lesum og erum almennt sofnuð fyrir miðnætti.“ Kaffispjallið Fangelsismál Tengdar fréttir Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00 „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Við sjáum hann reglulega í fjölmiðlum og þá oftast að ræða nokkuð alvarleg mál: Staða fangelsanna, staða fanga, dómar, skilorð, reglur og ýmiss önnur erfið mál. En að vera fangelsistjóri segir Páll Winkel samt að sé skemmtilegt starf á margan hátt. Það sem gefur honum mest er að hitta fyrrum skjólstæðinga sem er að vegna vel í lífinu. Sjálfur skipuleggur hann sig langt fram í tímann. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kl 07:14.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að snúa mér að konunni minni, bjóða henni góðan daginn og við ræðum stuttlega um hvað standi til hjá hinu þann daginn. Að því loknu hendi ég mér í föt og bruna í vinnuna, enginn morgunmatur, ekkert kaffi.“ Fangelsi, fangar, dómar, afbrot og alls kyns erfið mál….. er hægt að segja að starfið þitt sé gefandi starf eða stundum skemmtilegt? „Starf mitt er á margan hátt skemmtilegt. Ég vinn með mörgum frábærum einstaklingum sem gera öll verkefni spennandi. Vissulega getur vinnan verið snúin á stundum enda koma reglulega upp erfið mál sem þarf að leysa. Starfsfólkið er vandað og agað og leysir öll þau mál sem koma upp. Þá er mjög gefandi að sjá skjólstæðinga ná bata, það er að ná að fóta sig að afplánun lokinni. Það gefur mér mjög mikið að hitta fyrrum skjólstæðinga á förnum vegi þar sem þeir lýsa því hve mikið betra líf þeirra er eftir afplánun, án afbrota og fíkniefna. Fyrir nokkru var ég staddur í sjoppu þegar maður í góðum holdum vatt sér að mér og fór að ræða stefnur og strauma í fangelsismálum. Ég gerði mér enga grein fyrir hvaða maður þetta var en áttaði mig þegar hann kynnti sig með nafni. Þessi maður hafði nokkrum árum áður verið í afplánun til margra ára og í mikilli neyslu. Þarna hafði hann bætt á sig 30-40 kílóum, var í fastri vinnu og sýndi mér stoltur myndir af barnabarni sínu. Það eiga allir von og þessi maður er skólabókardæmi um það. Sannast sagna átti ég helst von á að sjá næst mynd af honum í minningagreinum.“ Páll segir það ótrúlega gefandi að hitta fyrrum skjólstæðinga sem vegnar vel í lífinu eftir tíma afplánunar, fíkna og glæpa. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Okkar helsta verkefni þessa dagana er að koma rekstri fangelsanna í fyrra horf, þ.e. í það horf sem var áður en þessi ömurlega veira fór að gera mannkyni lífið erfitt. Samstarfsfólk mitt, önnur stjórnvöld og fangar hafa staðið sig óaðfinnanlega í þessu verkefni og enn hefur enginn starfsmaður eða fangi smitast. Þá eru rekstrarmál ávallt viðvarandi verkefni en auk þess að pæla í þeim þessa dagana erum við að taka á móti nýjum fangavörðum sem leysa af í fangelsum landsins á meðan aðrir starfsmenn komast í langþráð og verðskuldað frí.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég geri áætlanir langt fram í tímann, set niður markmið og fylgi þeim eftir eins og frekast er unnt. Ég er með reglulega fundi með samstarfsfólki þannig að það er föst regla á öllum hlutum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Ég fer yfirleitt fremur snemma að sofa. Rútínan er svipuð flest kvöld. Ég og konan mín ræðum helstu uppákomur dagsins fyrir svefninn, við hlustum á útvarpsþátt eða lesum og erum almennt sofnuð fyrir miðnætti.“
Kaffispjallið Fangelsismál Tengdar fréttir Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00 Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00 „Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00
Grænn drykkur og súkkulaði í morgunmat og góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi Martha Ernst er án efa þekktasta hlaupakona landsins og í kaffispjalli helgarinnar gefur hún lesendum góð ráð fyrir byrjendur í hlaupi eða skokki. 2. maí 2020 10:00
Neyddur til að vera A manneskja aðra hverja viku og aðeins stóru málin komast á blað Hann viðurkennir að svefninn er í algjöru rugli en segir heilann vakna á næturna. Styðst við skipulagskerfi sem yfirmaður kenndi honum hjá Creditinfo Group. 25. apríl 2020 10:00
„Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Í kaffispjalli á laugardögum er talað við fólk í ólíkum störfum um bæði daglegt líf og helstu verkefni í vinnunni. Í þetta sinn er það Áslaug Hulda Jónsdóttir sem situr fyrir svörum. 18. apríl 2020 10:00