Árni Magnússon nýr forstjóri ÍSOR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 17:40 Árni Magnússon er nýr forstjóri ÍSOR. Vísir Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni. Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni.
Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05