Ákveðið hefur verið að taka sýni af öllum ráðherrum í ríkisstjórn Spánar vegna kórónuveirunnar.
Ríkisstjórn landsins kemur saman í dag og munu einungis þeir ráðherrar, sem nauðsynlega þurfa að vera til staðar til að ákvarða til hvaða neyðarráðstafana skuli grípa, sitja þann fund.
Einn ráðherra í ríkisstjórn landsins hefur greinst með kórónuveiru. Er um að ræða jafnréttismálaráðherrann Irene Montero.
Fjölmargir hafa greinst með kórónuveirusmit á Spáni, en þar hafa næstflest tilvik komið upp á álfunni á eftir Ítalíu. Í gær höfðu rúmlega 2.200 smitast af veirunni á Spáni og 55 látist.