„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 13:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur komið á framfæri við hörðum mótmælum við ákvörðun Bandaríkjaforseta um ferðabanni til Evrópu. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, ræddi við Guðlaug Þór á Alþingi fyrir hádegi í dag. Aðspurður hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast bregðast við sagði ráðherra: „Við höfum nú þegar brugðist við, við gerðum það snemma í morgun. Í morgun hef ég átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna sem er staddur í Kaliforníu. Sömuleiðis kallað staðgengil hans á minn fund. Við höfum komið fram hörðum mótmælum vegna þessa og lagt á það áherslu að við séum undanskilin bæði út af landfræðilegri legu okkar en ekki síst þeirra aðgerða sem við höfum farið í út af veirunni.“ Býstu við að það verði tekið jákvætt í þetta? „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef sömuleiðis beðið utanríkismálanefnd að eiga fund með mér og sömuleiðis farið fram á símafund með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því við munum fylgja þessu máli fast eftir.“ Guðlaugur sagði að það yrði að koma í ljós hvort að símafundurinn verði í dag. „Aðalatriðið er þetta að við höfum komið skilaboðum okkar og mótmælum áfram með ákveðnum hætti og sömuleiðis þá höfum við komið öllum þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar í þessu máli áfram til Bandaríkjanna og annarra þeirra sem málið varða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Utanríkismál Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira