Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 94-83 | Stjörnumenn færast nær deildarmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 20:45 Ægir Þór Steinarsson var besti leikmaður Stjörnunnar í kvöld. vísir/bára Stjarnan færðist nær deildarmeistaratitlinum með sigri á Haukum, 94-83, í 21. og næstsíðustu umferð Domino's deildar karla í Ásgarði í kvöld. Ef Þór Þ. vinnur Keflavík annað kvöld verður Stjarnan deildarmeistari. Annars þurfa Stjörnumenn að bíða fram í lokaumferðina eftir viku þar sem þeir mæta föllnum Fjölnismenn. Haukar léku án Bandaríkjamannsins Flenards Whitfield í kvöld en veittu Stjörnunni samt mikla keppni. Haukar, sem hafa tapað fjórum leikjum í röð, eru í 6. sæti deildarinnar með 22 stig. Kanalausir Haukar léku vel framan af og voru sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiks. Kári Jónsson kom Haukum sex stigum yfir, 35-41, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleiks. Þetta reyndust síðustu stig Hauka í fyrri hálfleik. Stjörnumenn stigu á bensíngjöfina, skoruðu 15 stig í röð og voru níu stigum yfir í hálfleik, 50-41. Ótrúleg staða miðað við slaka frammistöðu Stjörnunnar lengst af fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur stig seinni hálfleiks og voru þá búnir að skora 19 stig í röð. Haukarnir börðust og og gerðu hvað þeir gátu í seinni hálfleik en Stjörnumenn reyndust sterkari. Þegar yfir lauk munaði ellefu stigum á liðunum, 94-83. Þetta var níundi sigur Stjörnunnar á heimavelli í röð. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn léku alls ekki vel í kvöld en kláruðu leikinn með frábærum kafla undir lok fyrri hálfleiks. Þá náðu þeir forystu sem þeir héldu út leikinn. Haukar stríddu Stjörnunni en skarðið sem Whitfield skyldi eftir sig var ansi stórt. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var besti leikmaður vallarins. Hann var eini leikmaður Stjörnunnar með meðvitund í upphafi leiks og skoraði tíu af fyrstu tólf stigum Garðbæinga. Ægir endaði með 18 stig. Hlynur Bæringsson átti einnig góðan leik. Hann skoraði níu stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Gerald Robinson var besti leikmaður Hauka í kvöld. Hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Ansi mörg stiga hans komu þó undir lokin þegar úrslitin voru ráðin. Hvað gekk illa? Stjörnumenn spiluðu langt undir getu á löngum köflum í leiknum í kvöld en komumst upp með það gegn löskuðu liði Hauka. Í fjarveru Whitfields hefðu Haukar þurft meira framlag frá Kára Jónssyni en þeir fengu. Hann skoraði tólf stig og var með slaka skotnýtingu. Hvað gerist næst? Í lokaumferðinni eftir viku mæta Stjörnumenna botnliði Fjölnismanna í Dalhúsum. Sama dag mæta Haukar Val á heimavelli í síðasta leik sínum í deildakeppninni. Arnar segir að sínir menn þurfi að spila betur.vísir/bára Arnar: Erum ekki að spila nógu vel Þrátt fyrir sigurinn á Haukum var Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst Haukarnir vera góðir og gera margt mjög vel. Við þurfum aðeins að spýta í lófana. Við erum ekki að spila nógu vel,“ sagði Arnar. Stjarnan tók völdin undir lok fyrri hálfleiks, skoraði síðustu 15 stig hans og náði forskoti sem liðið lét ekki af hendi. „Við stálum nokkrum boltum þarna og Addú [Arnþór Freyr Guðmundsson] setti niður nokkur skot,“ sagði Arnar. „Við unnum þetta á breiddinni. Það var ekki frammistöðumunur á liðunum en mínútudreifingin var öðruvísi hjá okkur. Við erum með meiri breidd.“ Arnar vill sjá sitt lið spila betur þegar úrslitakeppnin er handan við hornið. „Þetta er ekki alveg nógu gott,“ sagði þjálfarinn að lokum. Israel hrósaði Haukunum sínum eftir leikinn.vísir/daníel Israel: Allir voru á sömu blaðsíðu „Ég vil hrósa mínum mönnum. Ég er ánægður með framlagið. Við komum hingað til að vinna og spiluðum vel,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, eftir tapið fyrir Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án Flenards Whitfield stóðu Haukar í toppliði Stjörnunnar og gerðu því erfitt fyrir. „Allir voru á sömu blaðsíðu en það vantaði smá upp á. Við sýndum karakter og gáfum allt í leikinn. Okkur vantaði menn en gerðum þetta vel,“ sagði Israel. Hann var ánægður með frammistöðu Hauka nánast allan leikinn, nema undir lok fyrri hálfleiks þegar Stjarnan náði miklu áhlaupi og fór með níu stiga forskot til búningsherbergja, 50-41. „Við misstum aðeins einbeitinguna síðustu þrjár mínúturnar í 2. leikhluta þar sem þeir skoruðu 15 stig í röð. Við fórum aðeins fram úr okkur þegar við ætluðum að spila sem mest á hálfum velli,“ sagði Israel. Dominos-deild karla
Stjarnan færðist nær deildarmeistaratitlinum með sigri á Haukum, 94-83, í 21. og næstsíðustu umferð Domino's deildar karla í Ásgarði í kvöld. Ef Þór Þ. vinnur Keflavík annað kvöld verður Stjarnan deildarmeistari. Annars þurfa Stjörnumenn að bíða fram í lokaumferðina eftir viku þar sem þeir mæta föllnum Fjölnismenn. Haukar léku án Bandaríkjamannsins Flenards Whitfield í kvöld en veittu Stjörnunni samt mikla keppni. Haukar, sem hafa tapað fjórum leikjum í röð, eru í 6. sæti deildarinnar með 22 stig. Kanalausir Haukar léku vel framan af og voru sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiks. Kári Jónsson kom Haukum sex stigum yfir, 35-41, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleiks. Þetta reyndust síðustu stig Hauka í fyrri hálfleik. Stjörnumenn stigu á bensíngjöfina, skoruðu 15 stig í röð og voru níu stigum yfir í hálfleik, 50-41. Ótrúleg staða miðað við slaka frammistöðu Stjörnunnar lengst af fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur stig seinni hálfleiks og voru þá búnir að skora 19 stig í röð. Haukarnir börðust og og gerðu hvað þeir gátu í seinni hálfleik en Stjörnumenn reyndust sterkari. Þegar yfir lauk munaði ellefu stigum á liðunum, 94-83. Þetta var níundi sigur Stjörnunnar á heimavelli í röð. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn léku alls ekki vel í kvöld en kláruðu leikinn með frábærum kafla undir lok fyrri hálfleiks. Þá náðu þeir forystu sem þeir héldu út leikinn. Haukar stríddu Stjörnunni en skarðið sem Whitfield skyldi eftir sig var ansi stórt. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var besti leikmaður vallarins. Hann var eini leikmaður Stjörnunnar með meðvitund í upphafi leiks og skoraði tíu af fyrstu tólf stigum Garðbæinga. Ægir endaði með 18 stig. Hlynur Bæringsson átti einnig góðan leik. Hann skoraði níu stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Gerald Robinson var besti leikmaður Hauka í kvöld. Hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Ansi mörg stiga hans komu þó undir lokin þegar úrslitin voru ráðin. Hvað gekk illa? Stjörnumenn spiluðu langt undir getu á löngum köflum í leiknum í kvöld en komumst upp með það gegn löskuðu liði Hauka. Í fjarveru Whitfields hefðu Haukar þurft meira framlag frá Kára Jónssyni en þeir fengu. Hann skoraði tólf stig og var með slaka skotnýtingu. Hvað gerist næst? Í lokaumferðinni eftir viku mæta Stjörnumenna botnliði Fjölnismanna í Dalhúsum. Sama dag mæta Haukar Val á heimavelli í síðasta leik sínum í deildakeppninni. Arnar segir að sínir menn þurfi að spila betur.vísir/bára Arnar: Erum ekki að spila nógu vel Þrátt fyrir sigurinn á Haukum var Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn. Mér fannst Haukarnir vera góðir og gera margt mjög vel. Við þurfum aðeins að spýta í lófana. Við erum ekki að spila nógu vel,“ sagði Arnar. Stjarnan tók völdin undir lok fyrri hálfleiks, skoraði síðustu 15 stig hans og náði forskoti sem liðið lét ekki af hendi. „Við stálum nokkrum boltum þarna og Addú [Arnþór Freyr Guðmundsson] setti niður nokkur skot,“ sagði Arnar. „Við unnum þetta á breiddinni. Það var ekki frammistöðumunur á liðunum en mínútudreifingin var öðruvísi hjá okkur. Við erum með meiri breidd.“ Arnar vill sjá sitt lið spila betur þegar úrslitakeppnin er handan við hornið. „Þetta er ekki alveg nógu gott,“ sagði þjálfarinn að lokum. Israel hrósaði Haukunum sínum eftir leikinn.vísir/daníel Israel: Allir voru á sömu blaðsíðu „Ég vil hrósa mínum mönnum. Ég er ánægður með framlagið. Við komum hingað til að vinna og spiluðum vel,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, eftir tapið fyrir Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án Flenards Whitfield stóðu Haukar í toppliði Stjörnunnar og gerðu því erfitt fyrir. „Allir voru á sömu blaðsíðu en það vantaði smá upp á. Við sýndum karakter og gáfum allt í leikinn. Okkur vantaði menn en gerðum þetta vel,“ sagði Israel. Hann var ánægður með frammistöðu Hauka nánast allan leikinn, nema undir lok fyrri hálfleiks þegar Stjarnan náði miklu áhlaupi og fór með níu stiga forskot til búningsherbergja, 50-41. „Við misstum aðeins einbeitinguna síðustu þrjár mínúturnar í 2. leikhluta þar sem þeir skoruðu 15 stig í röð. Við fórum aðeins fram úr okkur þegar við ætluðum að spila sem mest á hálfum velli,“ sagði Israel.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum