Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2020 22:30 Martin Braithwaite gleymir seint þessu faðmlagi. vísir/getty Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite. Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30
Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30