Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:35 Benjamín Netanjahú er ákærður fyrir spillingu í þremur liðum. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti. Ísrael Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti.
Ísrael Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira