Innlent

Vonast til þess að frumvarp um frestun gjalda verði að lögum á morgun

Eiður Þór Árnason skrifar
Frumvarpið er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að bregðast við neikvæðum efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins.
Frumvarpið er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að bregðast við neikvæðum efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Hanna

Fyrirtækjum verður veittur mánaðarfrestur á helmingi tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars ef frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra nær fram að ganga.

Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda til þess að bregðast við efnhagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn í kvöld en stefnt er að því að það verði að lögum á morgun.

Sjá einnig: Héldu að ekki þyrfti að ráðast svo bratt í frestun gjalddaga

Greint er frá því á vef stjórnarráðsins að ef svo verði muni eindaga á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds sem yrði að óbreyttu 16. mars næstkomandi vera seinkað til 15. apríl vegna helmings þeirra gjalda.

Gert er ráð fyrir því að lagabreytingarnar sem lagðar séu til með frumvarpinu hafi í för með sér seinkun á tekjum ríkissjóðs að fjárhæð 22 milljarða króna.

Frumvarpinu er ætlað tryggja að neikvæð áhrif á atvinnulíf og efnhag vari sem skemmst, draga úr tjóni og skapa aðstæður fyrir öfluga viðspyrnu, að sögn ríkisstjórnarinnar.

Meðan þessi greiðslufrestur varir hyggst ríkisstjórnin vinna að útfærslu nýrrar leiðar til að tryggja fyrirtækjum í erfiðleikum úrræði til greiðsludreifingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×