Norræna siglir farþegalaus til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2020 06:26 Hér má sjá Norrænu sigla frá Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Seyðisfjarðar. Getty/ullstein bild Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum. Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Sjá meira
Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum.
Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Fleiri fréttir Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Sjá meira