Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2020 09:30 Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti Vladímír Pútín að stíga til hliðar árið 2024. Breytingarnar sem fara nú með hraði í gegnum rússneska stjórnkerfið gerðu honum kleift að sitja áfram sem forseti í tólf ár eftir það. Vísir/EPA Tillaga um að stjórnarskrá Rússlands verði breytt þannig að Vladímír Pútín geti setið áfram sem forseti þegar yfirstandandi kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár var samþykkt á öllum 85 héraðsþingum landsins. Með breytingunum gæti Pútín setið áfram í embætti til 2036. Báðar deildir rússneska þingsins hafa þegar samþykkt tillöguna. Aldrei Klishas, þingmaður í flokki Pútín, fullyrðir að hvert einasta héraðsþing landsins hafi veitt henni blessun sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Næst gengur frumvarpið til stjórnlagadómstóls Rússlands áður en þær verða lagðar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Pútín, sem er 67 ára gamall, lagði óvænt fram tillögur um meiriháttar breytingar á stjórnskipan Rússlands í janúar. Gagnrýnendur hans hafa fullyrt að þeim sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd en samkvæmt núgildandi stjórnarskrá mætti hann ekki bjóða sig fram aftur þegar kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Stjórnvöld í Kreml halda því aftur á móti fram að með breytingum séu völd færð frá forsetaembættinu til þingsins. Nú þegar hefur Pútín setið á forsetastóli í tvo áratugi og er þaulsetnasti leiðtogi Rússlands frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum sálugu með járnhnefa. Rússland Tengdar fréttir Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20 Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tillaga um að stjórnarskrá Rússlands verði breytt þannig að Vladímír Pútín geti setið áfram sem forseti þegar yfirstandandi kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár var samþykkt á öllum 85 héraðsþingum landsins. Með breytingunum gæti Pútín setið áfram í embætti til 2036. Báðar deildir rússneska þingsins hafa þegar samþykkt tillöguna. Aldrei Klishas, þingmaður í flokki Pútín, fullyrðir að hvert einasta héraðsþing landsins hafi veitt henni blessun sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Næst gengur frumvarpið til stjórnlagadómstóls Rússlands áður en þær verða lagðar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Pútín, sem er 67 ára gamall, lagði óvænt fram tillögur um meiriháttar breytingar á stjórnskipan Rússlands í janúar. Gagnrýnendur hans hafa fullyrt að þeim sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd en samkvæmt núgildandi stjórnarskrá mætti hann ekki bjóða sig fram aftur þegar kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Stjórnvöld í Kreml halda því aftur á móti fram að með breytingum séu völd færð frá forsetaembættinu til þingsins. Nú þegar hefur Pútín setið á forsetastóli í tvo áratugi og er þaulsetnasti leiðtogi Rússlands frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum sálugu með járnhnefa.
Rússland Tengdar fréttir Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20 Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20
Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Vladímír Pútín forseti lagði fram breytingartillögur við frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á mánudag. Þar verður kveðið á um að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu. 3. mars 2020 13:15