Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Tvær stúlkur, þrettán ára og fjórtán ára, voru fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudag eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihéldu morfín og kannabisefni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við ellefu ára stúlku í Fossvogsskóla sem ætlar að afhenda umboðsmanni barna bréf á morgun þar sem hún óskar eftir aðstoð vegna myglueinkenna í Fossvogsskóla. Hún segist fá þrálátan höfuðverk í skólanum og fer fram á að umboðsmaður ræði við borgaryfirvöld.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um vímuefnaakstur sem færist í aukana og förum til Vestmannaeyja og tökum stöðuna á framkvæmd stórra íþróttamóta og þjóðhátíðar, sem enn er til skoðunar að halda.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×