Handbolti

Halldór: Frábært lið og frábær umgjörð á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór þjálfaði FH á árunum 2014-19.
Halldór þjálfaði FH á árunum 2014-19. vísir/bára

„Þetta frábært lið og frábær umgjörð í kringum það. Þetta er líka tækifæri til að vera þjálfari í fullu starfi. Það eru ekki mörg félög á Íslandi sem geta boðið upp á það. Leikmannahópurinn er spennandi og það er margt talaði fyrir þessari ákvörðun,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon sem tekur við karlaliði Selfoss fyrir næsta tímabil.

Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss. Hann klárar tímabilið með karlalið Fram og færir sig svo um set í sumar. Halldór tekur við Selfossi af Grími Hergeirssyni sem hættir með liðið eftir tímabilið.

Selfoss hefur verið ein helsta útungunarstöð íslenskra handboltamanna undanfarin ár. Halldór segir að uppeldisstarfið á Selfossi heilli.

Svipað og var hjá KA

„Klárlega, það er mjög heillandi að starfa í þannig umhverfi þar sem sterkir leikmenn kom upp og akademían er sterk,“ sagði Halldór sem líkir umhverfinu á Selfossi við það sem var hjá KA undir lok síðustu aldar þegar hann byrjaði að spila með meistaraflokki.

„Þar voru margir uppaldir leikmenn og mér finnst þetta svipað. Góðir ungir strákar að koma upp með kjarna af eldri leikmönnum. Það er líka komin sigurhefð á Selfossi því liðið er Íslandsmeistari.“

Halldór segir að Selfoss sé mikill handboltabær og það sé heillandi.

„Umgjörðin er mjög spennandi. Handboltaáhuginn í bænum er mikill og það er vel mætt á leiki. Öll þjálfun er frábær og ég kem inn í fastmótað umhverfi og góðan kúltúr. Það hafði mikið að segja,“ sagði Halldór að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×