Enginn uppgjafartónn í Vestfirðingum Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2020 23:09 Lilja og Guðmundur. Vísir/Einar „Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“ Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Ég held að þessar byggðir hafi skilað svo miklu inn í samfélagið að þær eigi það skuldlaust að staðið verði vörð um öryggi þessara íbúa,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súgfirðingur og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Lilja var spurð út í sjónarmið þess efnis að hugsa þurfi hvort það sé þess virði að eyða svo miklum fjármunum í að verja litlar byggðir á landsbyggðinni fyrir náttúruhamförum en eins og vitað er féllu snjóflóð á bæði Suðureyri, heimabæ Lilju, og Flateyri á dögunum. Lilja Rafney var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í seinni hluta Víglínunnar ásamt Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Guðmundur tók undir með orðum Lilju og hvatti fólk til þess að skoða hve mikil verðmæti samfélagið á Vestfjörðum skapi fyrir þjóðarbúið. Einnig sagði Guðmundur að það væri mikilvægt að litlar byggðir sama hvar á landinu haldi sér. Hverfi þær á braut gætu Íslendingar misst tengsl sín við upprunann. Þau Guðmundur og Lilja voru þá einnig sammála um að engan uppgjafartón væri að finna í fólkinu á Vestfjörðum. „Fólki var brugðið en það sést á viðtölum við þetta fólk að það er enginn uppgjafartónn. Við þurfum að styðja við fólkið til þess að fá hjólin til að snúast að nýju á svæðinu, sagði Lilja Rafney og bætti við að þó að fólk sé upp til hópa hart af sér fyrir vestan sé gríðarlega mikilvægt að því sé veitt sáluhjálp eftir áföll sem þessi. „Við verðum líka að bera virðingu fyrir ákvörðunarvaldi fólks. Finni einhver fyrir því að þetta ógni öryggi fjölskyldunnar þá ber að bera virðingu fyrir því. Er búandi á þessum stað, er spurning sem við fáum í hverri einustu viku,“ segir Guðmundur og bætir við að sömu spurningu spyrji fólk Íslendinga í heild sinni. „Þetta eru heimkynni okkar, við kjósum að búa í nábýli við náttúruna og byggð byggist fyrir vestan út af því að við erum nálægt náttúrunni. Fyrir því þurfa allir að bera virðingu. Það er ekki þannig að maður rífi upp rætur sínar í einu vetfangi með stuttri ákvörðun í kaffiboði. Ég held að það hefðu ekki selst tvær fasteignir á Flateyri í vikunni eftir flóðin ef það væri einhver bilbugur á Flateyringum,“ sagði bæjarstjórinn og bætir við: „Að halda því fram að byggð muni núna í framhaldinu leggjast af á þessum stöðum. Ég get bara ekki séð hvernig málin þróast í þá átt, vegna þess að ég þekki Flateyringa, og Súgfirðinga og ég þekki Vestfirðinga,“
Byggðamál Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Víglínan Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira