Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2020 14:10 Hjúkrunarfræðingar eru ekki með fulltrúa í nefnd um bráðamóttökuna sem skipuð var nýlega. Vísir/Vilhelm Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. Þá búi þeir þó við meiri óvissu og meira álag þar sem vaktirnar séu ekki fyrir fram ákveðnar. „Við erum búin að benda á þetta í mörg mörg ár. Ef þú ert að vinna þrískiptar vaktir þá er ekki hægt að vinna hundrað prósent vinnu því að þar með tryggjum við ekki löglega hvíld og fleira. Aftur á móti höfum við bent á þetta í mörg herrans ár að á sama tíma og hér hafa yfirvöld ekki kjark og dug til að borga almennileg grunnlaun fyrir starfið og við erum þó undir öðrum fögum þá er aftur á móti hægt að borga endalaust í yfirvinnu,“ segir Guðbjörg en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Yfirvinna „opinn gullkrani“ „Við lýsum þessum oft sem opna gullkrananum og okkur verður mikið tíðrætt um Landspítala út af því að yfir helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er þar. Þar er hægt að borga endalausa yfirvinnu en það er ekki hægt að borga hærri grunnlaun,“ segir Guðbjörg. Hún tekur dæmi um að hjúkrunarfræðingar eigi það til að vera skráðir í minna vinnuhlutfall og búi þá við meiri óvissu hvað varðar vaktir í stað þess að vera í níu tíu prósent vinnuhlutfalli og vita nákvæmlega hvað koma skal. „Það er alveg á hreinu með þetta fag eins og önnur, fólk lærir ekki hjúkrunarfræði og ætlar að starfa við hana upp á það að vera svo í stöðugri aukavinnu,“ segir Guðbjörg. „Þetta er hægt að laga og þetta erum við búin að benda á lengi.“ Hún segir það vitað að skortur sé á hjúkrunarfræðingum bæði hér á Íslandi rétt eins og annars staðar en það þýði ekki að setja megi hendur niður með hliðum og yppa öxlum. Missa sautján hjúkrunarfræðinema á ári „Þegar við höfum verið að bera okkur saman við Norðurlöndin og erum að sjá hvernig laununum okkar er skipt þá kemur í ljós að í landi eins og Noregi og til dæmis Svíþjóð þar sem skorturinn er margfalt meiri hlutfallslega heldur en hér og á hinum Norðurlöndunum þar er yfirvinnuhlutfallið núll til fjögur prósent. Það er sextán hér á landi. Hér er heilmikið sóknarfæri, hafi fólk kjark,“ segir Guðbjörg. Hún bendir á að dönsk yfirvöld séu farin að gangast við því vandamáli, hve alvarleg áhrif skortur á hjúkrunarfræðingum hefur. Það markmið hafi verið sett að fjölga hjúkrunarfræðingum um fimm hundruð í ár og þúsund á næsta ári og verið sé að fjármagna það með þrjú hundruð- og sex hundruð milljónum danskra króna. Þessu fjármagni sé dreift jafnt inn í kerfið; í menntunarmál, launamál, í starfsumhverfið og svo framvegis. „Þeir eru búnir að átta sig á þessu. Þarna eru fullt af hugmyndum.“ „Við getum sýnt fram á það að í dag er það þannig að árlega, í báðum háskólum þar sem hjúkrunarfræðin er kennd, er tólf prósent affall af nemendum,“ segir hún. Hún bætir því við að það jafngildi sautján hjúkrunarfræðingum á ári. Þar að auki flosni fjórði til fimmti hver hjúkrunarfræðingur úr starfi á fyrstu fimm árunum eftir útskrift. Hún segir ástæðuna vera þríþætta. „Það er álagið í starfinu. Það er ófullnægjandi starfsumhverfi og svo eru það launakjörin.“ „Fólk sem vinnur vaktavinnu er að vinna um helgar, á kvöldin á nóttunni og um hátíðir þegar aðrir eru ekki að vinna. Vaktaálagið getur skýrt að minnsta kosti einn þriðja af þínum launatölum. Þannig að þegar ríkið segir: „bíddu, fyrirgefðu þú ert með sjö-, átta hundruð-, níu hundruð þúsund í laun?“ Já, en ert þú að vinna á aðfangadagskvöld? Ert þú að vinna Páskadagsmorgunn? Ert þú að vinna næstu helgi? Þannig að auðvitað þarf að borga það líka. En ég myndi segja hiklaust að fólk sem er búið að vinna í tuttugu, tuttugu og fimm ár má algjörlega hafa yfir sex hundruð, sex hundruð og fimmtíu að minnsta kosti [í grunnlaun].“ Hjúkrunarfræðingar fá ekki sæti í nefnd um mál bráðamóttöku Í vikunni var skipuð nefnd um vandann sem komið hefur upp á bráðamóttökunni. Enginn fulltrúi hjúkrunarfræðinga situr í nefndinni. „Landlæknir hefur verið mjög duglegur að benda á hvað er raunverulega málið og finnst mér stundum hún Alma Möller tala fyrir tómum eyrum. Hún kemur með þessar fimm athugasemdir eða tillögur og þegar ég vinn mig í gegn um þær koma þær annað hvort beint eða þetta er afleiðing þess að það vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Það er alveg sama hvar hún kemur inn í þetta,“ segir Guðbjörg.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar „Ég fagna þessum hópi, ég ætla ekki að gera lítið úr því og ég tala nú ekki um því hann á að skila af sér á innan við mánuði en snýst um bráðamóttökuna. Allar þessar fimm tillögur sem á að vinna að snúast allar að mönnun hjúkrunarfræðinga. Ég horfði á þetta í gærkvöldi: það eru þrír læknar í hópnum. Reyndar er Anna Sigrún, sem er aðstoðarmaður forstjóra, hún er hjúkrunarfræðingur en hún er náttúrulega þarna fyrir hönd yfirstjórnarinnar.“ „Mér er það algjörlega óskiljanlegt, þegar þú lest þig í gegn um tillögurnar, hvernig hægt er að fara að setja fram svona hóp og vera ekki með fulltrúa hjúkrunarfræðinga eða mjög reyndan stjórnanda í hjúkrun. Þetta er alveg magnað. En það er verið að kaupa tvo erlenda lækna hingað heim, það er læknir sem sinnir reyndar núna forstöðumannshlutverkinu í bráðaþjónustunni á Landspítala en það er aldrei talað við hjúkrunarfræðinga,“ segir Guðbjörg. „Það eru þeir sem stýra og stjórna deildunum. Það eru þeir sem flytja til og minnka og stækka harmonikkuna þegar við erum að flytja sjúklingana á milli deilda og eru vaktstjórarnir og stýra þarna flæðinu og öllu í innlögnunum. Það er ekki einn aðili þarna í þessari nefnd sem þekkir þessa starfsemi.“ Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Segir fjárframlög til Landspítala ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. 17. janúar 2020 13:13 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. Þá búi þeir þó við meiri óvissu og meira álag þar sem vaktirnar séu ekki fyrir fram ákveðnar. „Við erum búin að benda á þetta í mörg mörg ár. Ef þú ert að vinna þrískiptar vaktir þá er ekki hægt að vinna hundrað prósent vinnu því að þar með tryggjum við ekki löglega hvíld og fleira. Aftur á móti höfum við bent á þetta í mörg herrans ár að á sama tíma og hér hafa yfirvöld ekki kjark og dug til að borga almennileg grunnlaun fyrir starfið og við erum þó undir öðrum fögum þá er aftur á móti hægt að borga endalaust í yfirvinnu,“ segir Guðbjörg en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Yfirvinna „opinn gullkrani“ „Við lýsum þessum oft sem opna gullkrananum og okkur verður mikið tíðrætt um Landspítala út af því að yfir helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga er þar. Þar er hægt að borga endalausa yfirvinnu en það er ekki hægt að borga hærri grunnlaun,“ segir Guðbjörg. Hún tekur dæmi um að hjúkrunarfræðingar eigi það til að vera skráðir í minna vinnuhlutfall og búi þá við meiri óvissu hvað varðar vaktir í stað þess að vera í níu tíu prósent vinnuhlutfalli og vita nákvæmlega hvað koma skal. „Það er alveg á hreinu með þetta fag eins og önnur, fólk lærir ekki hjúkrunarfræði og ætlar að starfa við hana upp á það að vera svo í stöðugri aukavinnu,“ segir Guðbjörg. „Þetta er hægt að laga og þetta erum við búin að benda á lengi.“ Hún segir það vitað að skortur sé á hjúkrunarfræðingum bæði hér á Íslandi rétt eins og annars staðar en það þýði ekki að setja megi hendur niður með hliðum og yppa öxlum. Missa sautján hjúkrunarfræðinema á ári „Þegar við höfum verið að bera okkur saman við Norðurlöndin og erum að sjá hvernig laununum okkar er skipt þá kemur í ljós að í landi eins og Noregi og til dæmis Svíþjóð þar sem skorturinn er margfalt meiri hlutfallslega heldur en hér og á hinum Norðurlöndunum þar er yfirvinnuhlutfallið núll til fjögur prósent. Það er sextán hér á landi. Hér er heilmikið sóknarfæri, hafi fólk kjark,“ segir Guðbjörg. Hún bendir á að dönsk yfirvöld séu farin að gangast við því vandamáli, hve alvarleg áhrif skortur á hjúkrunarfræðingum hefur. Það markmið hafi verið sett að fjölga hjúkrunarfræðingum um fimm hundruð í ár og þúsund á næsta ári og verið sé að fjármagna það með þrjú hundruð- og sex hundruð milljónum danskra króna. Þessu fjármagni sé dreift jafnt inn í kerfið; í menntunarmál, launamál, í starfsumhverfið og svo framvegis. „Þeir eru búnir að átta sig á þessu. Þarna eru fullt af hugmyndum.“ „Við getum sýnt fram á það að í dag er það þannig að árlega, í báðum háskólum þar sem hjúkrunarfræðin er kennd, er tólf prósent affall af nemendum,“ segir hún. Hún bætir því við að það jafngildi sautján hjúkrunarfræðingum á ári. Þar að auki flosni fjórði til fimmti hver hjúkrunarfræðingur úr starfi á fyrstu fimm árunum eftir útskrift. Hún segir ástæðuna vera þríþætta. „Það er álagið í starfinu. Það er ófullnægjandi starfsumhverfi og svo eru það launakjörin.“ „Fólk sem vinnur vaktavinnu er að vinna um helgar, á kvöldin á nóttunni og um hátíðir þegar aðrir eru ekki að vinna. Vaktaálagið getur skýrt að minnsta kosti einn þriðja af þínum launatölum. Þannig að þegar ríkið segir: „bíddu, fyrirgefðu þú ert með sjö-, átta hundruð-, níu hundruð þúsund í laun?“ Já, en ert þú að vinna á aðfangadagskvöld? Ert þú að vinna Páskadagsmorgunn? Ert þú að vinna næstu helgi? Þannig að auðvitað þarf að borga það líka. En ég myndi segja hiklaust að fólk sem er búið að vinna í tuttugu, tuttugu og fimm ár má algjörlega hafa yfir sex hundruð, sex hundruð og fimmtíu að minnsta kosti [í grunnlaun].“ Hjúkrunarfræðingar fá ekki sæti í nefnd um mál bráðamóttöku Í vikunni var skipuð nefnd um vandann sem komið hefur upp á bráðamóttökunni. Enginn fulltrúi hjúkrunarfræðinga situr í nefndinni. „Landlæknir hefur verið mjög duglegur að benda á hvað er raunverulega málið og finnst mér stundum hún Alma Möller tala fyrir tómum eyrum. Hún kemur með þessar fimm athugasemdir eða tillögur og þegar ég vinn mig í gegn um þær koma þær annað hvort beint eða þetta er afleiðing þess að það vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Það er alveg sama hvar hún kemur inn í þetta,“ segir Guðbjörg.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar „Ég fagna þessum hópi, ég ætla ekki að gera lítið úr því og ég tala nú ekki um því hann á að skila af sér á innan við mánuði en snýst um bráðamóttökuna. Allar þessar fimm tillögur sem á að vinna að snúast allar að mönnun hjúkrunarfræðinga. Ég horfði á þetta í gærkvöldi: það eru þrír læknar í hópnum. Reyndar er Anna Sigrún, sem er aðstoðarmaður forstjóra, hún er hjúkrunarfræðingur en hún er náttúrulega þarna fyrir hönd yfirstjórnarinnar.“ „Mér er það algjörlega óskiljanlegt, þegar þú lest þig í gegn um tillögurnar, hvernig hægt er að fara að setja fram svona hóp og vera ekki með fulltrúa hjúkrunarfræðinga eða mjög reyndan stjórnanda í hjúkrun. Þetta er alveg magnað. En það er verið að kaupa tvo erlenda lækna hingað heim, það er læknir sem sinnir reyndar núna forstöðumannshlutverkinu í bráðaþjónustunni á Landspítala en það er aldrei talað við hjúkrunarfræðinga,“ segir Guðbjörg. „Það eru þeir sem stýra og stjórna deildunum. Það eru þeir sem flytja til og minnka og stækka harmonikkuna þegar við erum að flytja sjúklingana á milli deilda og eru vaktstjórarnir og stýra þarna flæðinu og öllu í innlögnunum. Það er ekki einn aðili þarna í þessari nefnd sem þekkir þessa starfsemi.“
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Segir fjárframlög til Landspítala ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. 17. janúar 2020 13:13 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30
Segir fjárframlög til Landspítala ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. 17. janúar 2020 13:13
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00