Datt aftur og aftur úr hóp daginn fyrir leik af því að hann var ekki enskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 11:30 Patrik Sigurður Gunnarsson sést hér í marki Brentford í leik á undirbúningstímabilinu. Getty/Ker Robertson Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Sjá meira