Innlent

Alls hafa 128 manns greinst með smit

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fréttamannafundinum í dag. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 
Frá fréttamannafundinum í dag. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.  Vísir/Vilhelm

Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14.

Hann segir að færri smit hafi greinst síðastliðinn sólarhring en sólarhringnum þar á undan. Það sé þó viðbúið að fjöldi smita verði sveiflukenndur.

Þórólfur sagði að smitin nú tengist nú fleiri löndum – Sviss, Danmörku, Bretlandi. Í þremur tilvikum sé óljóst hvert rekja megi smitin.

Alls hafa verið tekin 1.230 sýni, og því séu um 10 prósent sýna jákvæð.


Tengdar fréttir

Hvað þýðir samkomubann?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags.

Þeim smitum fjölgar sem ekki er hægt að greina hvaðan koma

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×