Sport

Tiger Woods og Peyton Manning fögnuðu sigri í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods og Peyton Manning fagna hér sigri á þeim Phil Mickelson og Tom Brady en allir fjórir söfnuðu saman tuttugu milljónum Bandaríkjadala eða meira en 2,8 milljörðum íslenskra króna.
Tiger Woods og Peyton Manning fagna hér sigri á þeim Phil Mickelson og Tom Brady en allir fjórir söfnuðu saman tuttugu milljónum Bandaríkjadala eða meira en 2,8 milljörðum íslenskra króna. Getty/Mike Ehrmann

Liðið skipað þeim Tiger Woods og Peyton Manning fagnaði sigri í einvíginu sem var skírt „The Match: Champions for Charity“ og fór fram hjá Medalist golflúbbinum í Flórída í nótt.

Tiger Woods og Peyton Manning unnu þetta einvígið á móti Phil Mickelson og Tom Brady en þeir voru einu yfir þegar keppnin lauk. Þetta var endurgerð fyrsta einvígsins en þar áttust þeir við Tiger Woods og Phil Mickelson.

Nú voru þessir sigursælu og vinsælu kylfingar komnir með NFL-goðsagnirnar Peyton Manning og Tom Brady með sér í lið.

Útkoman var þó ekki aðalmálið enda fór mesta orkan í að búa til frábæra upplifun fyrir golfþyrsta sjónvarpsáhorfendur. Þeir fengu líka heilmikið fyrir sinn snúð. Kylfingarnar voru með hljóðnema á sér og voru í miklum samskiptum, bæði við hvern annan en einnig við þá sem komu að útsendingunni.

Charles Barkley lýsti keppninni eins og honum einum er lagið og var að auki sjálfur í beinum samskiptum við stjörnurnar á golfvellinum. Atvinnukylfingurinn Justin Thomas var líka niðri á velli í hlutverki fréttamanns og náði líka nokkrum skotum á kylfingana.

„Phil sagði að hann væri stressaður svo ímyndið ykkur hvernig okkur leið. Það var ótrúleg upplifun að komast inn fyrir kaðlana og fá að lifa aðeins í þeirra heimi,“ sagði Peyton Manning sem vann tvo Super Bowl leiki sem leikstjórnandi en er nú meðlimur í hinum virta Augusta National golfklúbbi.

Leikmennirnir fjórir gáfu sjálfir tíu milljónir dollara í söfunina en það söfnuðust líka tíu milljónir dollara í viðbót í gegn áheit og annað.

„Mér leið nú ekkert alltof vel allan tímann en það að hafa náð að safna tuttugu milljónum dollara, á tímum þegar fólk er að fara í gegnum þessa erfiðleika, er eitthvað sem ég mun minnast og þykja vænt um alla ævi,“ sagði Manning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×