KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 18:00 Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær fyrir KR en er nú komin í herbúðir Vals. VÍSIR/BÁRA Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00
Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16