Margar sögur í gangi og kannski einhverjir að reyna að sundra okkur Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 22:00 Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með nokkra af fjölmörgum verðlaunagripum KR-inga í baksýn. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
„Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16