Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 15:22 Verkefnastjórnin telur að heimildir lögreglu, meðal annars í tengslum við frávísun, verði að vera alveg á hreinu. Vísir/Vilhelm Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira