Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2020 15:00 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum