Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2020 15:00 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti