Einn hefur sent næstum tvö hundruð í sóttkví Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2020 21:00 Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þurft hefur að setja allt að tvö hundruð manns í sóttkví eftir að einstaklingur greindist með kórónuveiruna hér á landi. Ríflega sautján þúsund Íslendingar hafa nú lokið sóttkví. Smitrakningarteymi almannavarna hefur nú verið starfandi í hátt í tvo mánuði. Teymið hefur haft samband við þá sem greinast með kórónuveiruna og lagt allt kapp á að rekja ferðir þeirra. „Mér finnst það ganga furðuvel að rekja. Það gengur mikið betur núna þegar fólk er miklu meira vart um sig heldur en það var í upphafi. Svo getur líka appið núna, nýja appið það hjálpar okkur,“ segir Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. Eftir að búið er að hafa samband við þann sem greindist með veiruna þarf að finna út hverjir af þeim sem hann hefur umgengist þurfa að fara í sóttkví en misjafnt er hversu margir það eru. „Þetta eru svona kannski fimm til fimmtán en svo geta komið alveg upp í fjörutíu fimmtíu og svo höfum við verið með tilfelli þar sem voru tæplega tvö hundruð manns,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Lögð er áhersla á að rekja hvort fólk hafi smitast af veirunni innanlands eða í útlöndum. Í öllum nema átta tilfellum hefur tekist að finna það út. Hins vegar er oft óvíst nákvæmlega hver smitaði hvern. Margir þeirra sem greinast með veiruna hafa verið í sóttkví þegar þeir greindust. „Við höfum verið með í kringum sko milli fimmtíu og sextíu prósent fólk sem smitast í sóttkví og það hægir klárlega á dreifingunni,“ segir Ævar Pálmi. „Það helsta sem hefur komið mér á óvart er þessi samstaða í þjóðinni og hvað fólk tekur þessu vel þegar maður hringir í það og segir því að það sé smitað eða segir því að það þurfi að fara í sóttkví,“ segir Gyða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira