Augsburg ekki úr fallhættu Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 20:30 Augsburg tókst ekki að skora gegn botnliði Paderborn í kvöld. VÍSIR/GETTY Augsburg og Paderborn, lið þeirra Alfreðs Finnbogasonar og Samúels Kára Friðjónssonar, gerðu markalaust jafntefli í 28. umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld. Alfreð og Samúel hafa báðir glímt við meiðsli og voru ekki með í kvöld. Ekkert nema fall blasir við Paderborn sem er í neðsta sæti með aðeins 19 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Augsburg er í 12. sæti með 31 stig en ekki alveg laust úr fallhættu eftir 2-1 sigur Fortuna Düsseldorf á Schalke í kvöld. Düsseldorf er í 16. sæti með 27 stig en liðið sem endar í 16. sæti þarf að fara í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Hoffenheim komst upp um tvö sæti með 3-1 sigri á Köln og er í 7. sæti með 39 stig, þremur stigum frá Evrópusæti. Union Berlín og Mainz gerðu svo 1-1 jafntefli. Þýski boltinn Tengdar fréttir Leipzig mistókst að komast í annað sæti RB Leipzig missti mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 27. maí 2020 18:37
Augsburg og Paderborn, lið þeirra Alfreðs Finnbogasonar og Samúels Kára Friðjónssonar, gerðu markalaust jafntefli í 28. umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld. Alfreð og Samúel hafa báðir glímt við meiðsli og voru ekki með í kvöld. Ekkert nema fall blasir við Paderborn sem er í neðsta sæti með aðeins 19 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Augsburg er í 12. sæti með 31 stig en ekki alveg laust úr fallhættu eftir 2-1 sigur Fortuna Düsseldorf á Schalke í kvöld. Düsseldorf er í 16. sæti með 27 stig en liðið sem endar í 16. sæti þarf að fara í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Hoffenheim komst upp um tvö sæti með 3-1 sigri á Köln og er í 7. sæti með 39 stig, þremur stigum frá Evrópusæti. Union Berlín og Mainz gerðu svo 1-1 jafntefli.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Leipzig mistókst að komast í annað sæti RB Leipzig missti mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 27. maí 2020 18:37
Leipzig mistókst að komast í annað sæti RB Leipzig missti mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 27. maí 2020 18:37
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“