Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2020 12:08 Allt útlit er fyrir að Tom Cruise geti farið til geimstöðvarinnar, vilji hann það. AP/Mark Schiefelbein Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan. Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Þá hugmynd á Cruise að hafa fengið með leikstjóranum Doug Limen en saman gerðu þeir myndina Edge of Tomorrow. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur staðfest þessar fregnir og segja að Cruise muni fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og taka upp kvikmynd í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði frá því í gær að markmiðið væri að hvetja ungt fólk til að verða geimfarar og/eða vísindamenn. Í aðdraganda geimskotsins sem frestað var í gær, var Bridenstine spurður út í þessar fregnir. Hann sagði þær réttar og hann vildi senda Cruise út í geim. „Við munum gera það sem við getum til að láta af þessu verða,“ sagði hann. Bridenstine sagði frá því að í grunnskóla hafi hann séð Top Gun, eina af frægari kvikmyndum Cruise. Síðan þá hafi hann verið staðráðinn í því að flugmaður fyrir sjóher Bandaríkjanna. Hann sagðist vonast til þess að núverandi ætlanir Bandaríkjanna um að senda geimfara út í geim á nýjum kynslóðum eldflauga og í nýjum kynslóðum geimfara gerðu hið sama fyrir ungt fólk í dag. Elon Musk, stofnandi SpaceX, sem tók einnig þátt í viðtalinu sagði mikilvægt að gera krakka spennta fyrir geimferðum. „Endurvekja drauminn um geiminn,“ sagði Musk. „Ef Tom Cruise getur fyllt grunnskólakrakka andagift til að ganga til liðs við sjóherinn, af hverju getum við ekki fengið Tom Cruise til að fylla næsta Elon Musk andagift?“ spurði Bridenstine. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Geimurinn Bíó og sjónvarp SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira