Lögregla stöðvaði í vikunni erlendan ökumann á 203 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Hann er einnig grunaður um ölvunarakstur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Þar segir að ökumaðurinn hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir brot sín.
Þá segir að tíu ökumenn til viðbótar hafi verið staðnir að hraðakstri á brautinni.
„Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem ók sviptur ökuréttindum með barn í bílnum.
Nokkur umferðalagabrot til viðbótar voru skráð í vikunni. Tveir óku á negldum dekkjum, einn vargrunaður um fíkniefnaakstur og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar,“ segir í tilkynningunni.