Sport

Staðráðinn í að halda Ólympíuleikanna

Ísak Hallmundarson skrifar
Shinzo Abe
Shinzo Abe vísir/getty
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, segir að Ólympíuleikarnir muni fara fram með óbreyttu sniði í sumar, þrátt fyrir að útbreiðsla Kórónuveirunnar hafi skapað óvissu í íþróttaheiminum.

Hann bætti því þó við að Alþjóðlega Ólympíunefndin muni taka lokaákvörðunina.

,,Við munum sigrast á útbreiðslu veirunnar og halda Ólympíuleikanna án vandkvæða, eins og gert var ráð fyrir,sagði Abe.

Um 1400 manns hafa smitast og 28 látið lífið vegna veirunnar í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×