Íslensk kona í Minneapolis segir íbúa slegna: „Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2020 19:30 Þórunn Bjarnadóttir hefur verið búsett í Minneapolis í nærri fjóra áratugi. Vísir/Þórður Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri. Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska ríkinu Minnesota en þar búa yfir fjögur hundruð þúsund manns. Þórunn Bjarnadóttir hefur búið og starfað í borginni í hátt í fjóra áratugi en hún segir nóttina í nótt hafa tekið á íbúa líkt og fyrri nætur. Mótmælin hafi fyrst um sinn farið að mestu fram í hverfi sem hún flutti nýlega úr. „Pósthúsið það er búið að eyðileggja það. Það er búið að eyðileggja lögreglustöðina. Ég fór alltaf í strætó beint bara á móti lögreglustöðinni. Þetta er vínbúðin mín sem fór bara í loft upp og sprakk,“ segir Þórunn. Þjóðvarðarliðið hefur verið kallað út í Minnesota til að reyna að ná tökum á ástandinu í borginni.Vísir/AP Það var í raun og veru bara spurning hvenær þetta yrði Hún segir mótmælendur ósátta við lögregluna og þeir telji kynþáttafordóma ríkja meðal stéttarinnar. „Að þessi rasismi sem er það sem gerir það að verkum að sko svertingjar eru handteknir, ég held að það séu svona fimmtíu til sextíu sinnum oftar heldur en hvítir, fyrir nákvæmlega sama verknaðinn og það er í rauninni verið að berjast fyrir þessum réttindunum. Að þetta sé svona ákveðið svona jafnrétti sem að Ameríka segir að hún sé eitthvað sem hún stendur fyrir.“ „Það var í raun og veru spurning bara hvenær þetta yrði en ekki að þetta yrði en ég var náttúrulega hissa að þetta yrði núna ákkurat í miðjum COVID vandamálum. Það sem að gerðist náttúrulega er að maður er myrtur af lögreglunni þú veist bara fyrir framan alla bara eins og þetta skipti engu máli og þessi maður lítur út eins og frændi allra,“ segir Þórunn sem er mjög slegin líkt og aðrir borgarbúar. Eyðilegging blasir víða við í Minneapolis.Vísir/AP Heldur að mótmælin komi Trump vel Þórunn segir að nokkuð vel hafi tekist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í borginni og óttast hvaða áhrif það hafi að svona stórir hópar fólks séu að safnast saman. Hún segir Donald Trump forseta Bandaríkjanna ekki hafa staðið sig vel í þessu máli. „Af því að hann er að reyna að ýta undir þetta og hann þykist ekkert vera að gera það. Það er eins og hann fatti þetta ekki en ég er ekki viss um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann viti alveg hvað hann er að gera og ég held að það komi honum vel.“ Þórunn óttast að mótmælin komi til með að vara lengi. „Ég held að það sé ekki bara þessi nótt. Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja. Ég held að þetta verði í langan tíma. Það er það sem ég er hrædd við.“ Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri. Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska ríkinu Minnesota en þar búa yfir fjögur hundruð þúsund manns. Þórunn Bjarnadóttir hefur búið og starfað í borginni í hátt í fjóra áratugi en hún segir nóttina í nótt hafa tekið á íbúa líkt og fyrri nætur. Mótmælin hafi fyrst um sinn farið að mestu fram í hverfi sem hún flutti nýlega úr. „Pósthúsið það er búið að eyðileggja það. Það er búið að eyðileggja lögreglustöðina. Ég fór alltaf í strætó beint bara á móti lögreglustöðinni. Þetta er vínbúðin mín sem fór bara í loft upp og sprakk,“ segir Þórunn. Þjóðvarðarliðið hefur verið kallað út í Minnesota til að reyna að ná tökum á ástandinu í borginni.Vísir/AP Það var í raun og veru bara spurning hvenær þetta yrði Hún segir mótmælendur ósátta við lögregluna og þeir telji kynþáttafordóma ríkja meðal stéttarinnar. „Að þessi rasismi sem er það sem gerir það að verkum að sko svertingjar eru handteknir, ég held að það séu svona fimmtíu til sextíu sinnum oftar heldur en hvítir, fyrir nákvæmlega sama verknaðinn og það er í rauninni verið að berjast fyrir þessum réttindunum. Að þetta sé svona ákveðið svona jafnrétti sem að Ameríka segir að hún sé eitthvað sem hún stendur fyrir.“ „Það var í raun og veru spurning bara hvenær þetta yrði en ekki að þetta yrði en ég var náttúrulega hissa að þetta yrði núna ákkurat í miðjum COVID vandamálum. Það sem að gerðist náttúrulega er að maður er myrtur af lögreglunni þú veist bara fyrir framan alla bara eins og þetta skipti engu máli og þessi maður lítur út eins og frændi allra,“ segir Þórunn sem er mjög slegin líkt og aðrir borgarbúar. Eyðilegging blasir víða við í Minneapolis.Vísir/AP Heldur að mótmælin komi Trump vel Þórunn segir að nokkuð vel hafi tekist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í borginni og óttast hvaða áhrif það hafi að svona stórir hópar fólks séu að safnast saman. Hún segir Donald Trump forseta Bandaríkjanna ekki hafa staðið sig vel í þessu máli. „Af því að hann er að reyna að ýta undir þetta og hann þykist ekkert vera að gera það. Það er eins og hann fatti þetta ekki en ég er ekki viss um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann viti alveg hvað hann er að gera og ég held að það komi honum vel.“ Þórunn óttast að mótmælin komi til með að vara lengi. „Ég held að það sé ekki bara þessi nótt. Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja. Ég held að þetta verði í langan tíma. Það er það sem ég er hrædd við.“
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48
Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57