Clippers og Lakers standa saman gegn kynþáttafordómum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 09:00 LeBron James faðmar Tyronn Lue, fyrrum þjálfara sinn hjá Cleveland Cavaliers, og núverandi aðstoðarþjálfara Clippers. Doc Rivers situr þeim á hægri hönd. Brian Rothmuller/Getty Images Eftir að George Floyd var myrtur af lögreglunni í Minneapolis hafa óeirðir og mótmæli brotist út um gervöll Bandaríkin. NBA-félögin og erkifjendurnir í Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur og þá sem gerast sekir um slíkt. Tilkynningarnar má til að mynda finna á Twitter-síðum félaganna. pic.twitter.com/DBi8Pnv7kS— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 31, 2020 „Við fordæmum allar birtingarmyndir kynþáttaníðs, ofbeldis og fordóma. Það eiga allir skilið virðingu og enginn á að þurfa að lifa í ótta allt sitt líf. Við vitum af sársaukanum sem er til staðar í samfélagi svartra. Við munum ekki sitja þegjandi og hljóðalaust,“ segir í yfirlýsingu Lakers. A statement on behalf of @DocRivers and the LA Clippers. pic.twitter.com/OwbLEHFrCL— LA Clippers (@LAClippers) May 31, 2020 „Faðir minn var lögreglumaður í Chicago í 30 ár og ef hann væri enn meðal vor væri hann særður og reiður yfir þeim atburðum sem hafa átt sér stað. Að vera svartur í Bandaríkjunum er erfitt. Ég get ekki talið hversu oft fólk hefur gagnrýnt húðlit minn, ég hef verið stöðvaður af lögreglu fyrir það eitt hvernig húðin á mér er á litinn og einnig var húsið mitt brennt til grunna.“ „Viðbrögðin sem við sjáum nú í Bandaríkjunum – vegna morðsins á George Floyd – hafa verið að gerjast í marga áratugi. Of oft hefur fólk dæmt viðbrögð fólks frekar en atburðina sem leiddu til þeirra. Við höfum leyft of mörgum skelfilegum atvikum að eiga sér stað án þess að bregðast við. Þetta er kemur ekki aðeins samfélagi svartra í Bandaríkjunum við heldur samfélagi manna í heild sinni.“ „Samfélag okkar verður að læra að eiga óþægilegar samræður og bregðast rétt við. Þögnin er ekki lengur boðleg. Nú er tími til að stíga upp og láta í sér heyra. Í nóvember er tími til að kjósa. Orð bera mikla ábyrgð en kosningaseðlar ykkar bera enn meiri ábyrgð. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandann og vera hluti af lausninni,“ segir í tilkynninu frá Los Angeles Clippers sem er undirrituð af Doc Rivers, þjálfara liðsins. Það er augljóst að hann vill hvetja Bandaríkjamenn til þess að mæta og kjósa í nóvember þegar forsetakosningar eiga sér stað. Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Sjá meira
Eftir að George Floyd var myrtur af lögreglunni í Minneapolis hafa óeirðir og mótmæli brotist út um gervöll Bandaríkin. NBA-félögin og erkifjendurnir í Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gefið út tilkynningar þar sem þau fordæma kynþáttahatur og þá sem gerast sekir um slíkt. Tilkynningarnar má til að mynda finna á Twitter-síðum félaganna. pic.twitter.com/DBi8Pnv7kS— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 31, 2020 „Við fordæmum allar birtingarmyndir kynþáttaníðs, ofbeldis og fordóma. Það eiga allir skilið virðingu og enginn á að þurfa að lifa í ótta allt sitt líf. Við vitum af sársaukanum sem er til staðar í samfélagi svartra. Við munum ekki sitja þegjandi og hljóðalaust,“ segir í yfirlýsingu Lakers. A statement on behalf of @DocRivers and the LA Clippers. pic.twitter.com/OwbLEHFrCL— LA Clippers (@LAClippers) May 31, 2020 „Faðir minn var lögreglumaður í Chicago í 30 ár og ef hann væri enn meðal vor væri hann særður og reiður yfir þeim atburðum sem hafa átt sér stað. Að vera svartur í Bandaríkjunum er erfitt. Ég get ekki talið hversu oft fólk hefur gagnrýnt húðlit minn, ég hef verið stöðvaður af lögreglu fyrir það eitt hvernig húðin á mér er á litinn og einnig var húsið mitt brennt til grunna.“ „Viðbrögðin sem við sjáum nú í Bandaríkjunum – vegna morðsins á George Floyd – hafa verið að gerjast í marga áratugi. Of oft hefur fólk dæmt viðbrögð fólks frekar en atburðina sem leiddu til þeirra. Við höfum leyft of mörgum skelfilegum atvikum að eiga sér stað án þess að bregðast við. Þetta er kemur ekki aðeins samfélagi svartra í Bandaríkjunum við heldur samfélagi manna í heild sinni.“ „Samfélag okkar verður að læra að eiga óþægilegar samræður og bregðast rétt við. Þögnin er ekki lengur boðleg. Nú er tími til að stíga upp og láta í sér heyra. Í nóvember er tími til að kjósa. Orð bera mikla ábyrgð en kosningaseðlar ykkar bera enn meiri ábyrgð. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandann og vera hluti af lausninni,“ segir í tilkynninu frá Los Angeles Clippers sem er undirrituð af Doc Rivers, þjálfara liðsins. Það er augljóst að hann vill hvetja Bandaríkjamenn til þess að mæta og kjósa í nóvember þegar forsetakosningar eiga sér stað.
Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Sjá meira
Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ 31. maí 2020 15:35
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56