Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2020 11:00 Hugrún Linda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur segir ekki hægt að ætlast til þess að manneskjan sé alltaf í toppstandi og líði vel í öllum aðstæðum. En við getum gert margt til að líða betur og verða um leið öruggari í að takast á við áskoranir framundan. Vísir/Vilhelm „Að finna fyrir öryggi er upplifun og snýr að mörgum þáttum. Það er mjög misjafnt hvernig eða hvort fólk upplifi óöryggi í sömu aðstæðum. Eins býr fólk við mismunandi aðstæður, hefur mismunandi fortíð og hæfni til að takast á við óvissu og óöryggi,“ segir Hugrún Linda Guðmundsdóttir aðspurð um það hvernig óvissa getur haft áhrif á sjálfsöryggið okkar, sem síðan hefur áhrif á það hvernig okkur líður eða gengur í vinnunni. „Þetta skiptir allt máli og er einstaklingsbundið. Það er nú samt líklegast að allir finni fyrir einhverjum einkennum óöryggis á þessum fordæmalausu tímum. Við skulum líka hafa það á hreinu að það er eðlilegt að líða stundum illa eða upplifa óþægilegar tilfinningar,“ segir Hugrún. Hugrún er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að manneskjan sé alltaf í toppstandi og líði vel í öllum aðstæðum. „Við erum öll mannleg og að vera mannlegur þýðir að við upplifum alls konar tilfinningar bæði hjálplegar og óhjálplegar,“ segir Hugrún og bætir við „Hvernig við bregðumst við líðan okkar og tilfinningum er aftur á móti eitthvað sem við getum æft okkur í og hjálpar okkur að fyrirbyggja að það sem við erum að upplifa yfirtaki ekki allt okkar líf.“ Mikilvægt að þekkja okkar eigin einkenni Að sögn Hugrúnar fylgir óöryggi því sjálfkrafa að líkaminn kveikir á streituviðbragði. Þegar óvissa varir í langan tíma geta farið að birtast langvarandi álags- eða streitueinlkenni eins og svefnleysi, áhyggjur, kvíði, pirringur, breyting á mataræði, einangrun, spenna og verkir í líkama, neikvæðar hugsanir og ýmislegt fleira getur komið fram. „Við getum jafnvel farið að haga okkur mjög einkennilega og öðruvísi en við erum vön,“ segir Hugrún sem jafnframt bendir á mikilvægi þess að við séum á varðbergi fyrir þessum einkennum. Hugrún segir mikilvægt að horfa á þessa tíma sem við upplifum núna sem samfélagslegt áfall sem er að ganga yfir okkur öll. Fótunum er kippt undan okkar daglega lífi og við höfum ekki lengur stjórn á því hvað við gerum eða megum gera. Bjargráðin sem við erum vön aðnota duga okkur kannski ekki lengur. Þá myndast óöryggi og óvissa um hvað verður og hvernig framtíðin muni verða. „Þá er ekkert skrítið að fólki líði einkennilega og jafnvel viti ekki endilega hvernig þeim líður. Margir hafa misst vinnu eða upplifa óvissu í vinnumálum. Óvissan um að missa vinnu eða vita að fyrirtækið sé í hættu er jafnvel verri en að missa vinnuna og takast á við það. Sjálfsmyndin okkar er svo oft tengd vinnunni og þegar vinnan fer eða hlutverk breytast þá fer sjálfsmyndin oft í hnút,“ segir Hugrún. Hugrún leiðir okkur í gegnum æfingar og daglega rútínu sem getur hjálpað okkur að verða öruggari með okkur sjálf og þannig betur í stakk búin til að takast á við komandi tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Við æfum okkur sjálf og verðum sterkari En hvernig getum við eflt sjálfsöryggið í þessari óvissu? Að sögn Hugrúnar er eitt af því sem við þurfum að gera til að glíma við þessar nýju aðstæður er að sleppa væntingunum af því að ná stjórn. „Við þurfum að æfa okkur í því að sigla í gegnum óvissuna. Um leið og við áttum okkur á því getum við farið að kynna okkur hjálplegar aðferðir sem efla innri styrk og seiglu , en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Við getum þjálfað upp þennan hæfileika með ýmsum aðferðum. Þessar aðferðir sem ég ætla að nefna hér eru nú studdar með vísindalegum rannsóknum og það má skipta þessum þáttum í þrennt. Við þurfum að efla streituvitund sem við gerum með því að vera meira meðvitaðari um okkur sjálf, vera vakandi yfir hugsunum okkar, tilfinningum og líkamlegum einkennum, hvernig við bregðumst við öðru fólki og almennt hvernig við högum okkur. Þetta gerum við gjarnan með því að þjálfa okkur í núvitund. Við þurfum að þjálfa upp slökunarviðbragð líkamans, sem við gerum með ýmsum hugleiðslum, jóga nidra djúpslökunarhugleiðslum, núvitundarhugleiðslum, jóga eða annarri meðvitaðri hreyfingu. Æfum okkur í kærleika og samkennd bæði í eigin garð og annarra. Svo eru það þættir sem við getum tileinkað okkur eins aðlögunarhæfni og sveigjanleiki og að geta endurmetið hlutina. Við getum tileinkað okkur jákvætt viðhorf, byggt upp félagsleg tengsl og einblínt á jákvæða lífstílshegðun, eins og svefn, næringu og hreyfingu. Þannig að það er ýmislegt sem við getum gert til að hjálpa okkur í gegnum erfiða tíma. Þrátt fyrir að ytra ástandið sé ekkert endilega að breytast þá erum við að byggja upp þessa seiglu sem hjálpar okkur að takast betur á við óvissuna og óöryggið. Að einblína á þá þætti sem við höfum stjórn á en ekki á þætti sem við höfum enga stjórn á eins og efnahagsástandið. Það er lítil hjálp í því og breytir litlu að liggja í sófanum með áhyggjur og kvíða. Ástandið skánar ekki við það. Að sjálfsögðu reynum við að gera það sem í okkar valdi stendur en þurfum svo að sleppa tökunum. Þá er gott að geta fært athyglina á hjálplegri viðbrögð og leiðir. Með því líður okkur betur og erum þá jafnframt færari í að taka næstu skref og ákvarðanir. Við getum líka notað þennan óvissutíma sem tækifæri til að kafa aðeins inn á við og skoðað styrkleikana okkar og gildi, í hverju erum við góð, hvað elskum við að gera, hverju langar okkur að hlúa að og veita athygli. Hvað getum við verið þakklát fyrir að hafa? Það er gott að nota tímann til að gera eitthvað nýtt á hverjum degi, læra eitthvað eða prófa eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. Stækka aðeins þægindaramman. Öll þessi vinna mun skila sér í sterkari einstaklingi og betri hæfni í að takast á við erfiðleika,“ segir Hugrún. Góðu ráðin í lokin: Daglegir þættir Til að hnykkja á því hvernig við getum hjálpað okkur í sjálfstyrkingu bætir Hugrún við eftirfarandi ráðum. „Ég mæli með að fólk komi sér upp daglegri rútínu sem felur í sér rými til að hlúa að þessum þáttum sem ég hef nefnt hérna. Í þessari daglegu rútínu er reglulegur svefntími, hreyfing við hæfi, nærandi mataræði, reglulegir matmálstímar og hugleiðslutími. Eins ætti að setja inn í rútínu félagsleg samskipti eða að minnsta kosti að vera viss um að við séum í nærandi samskiptum þar sem við getum bæði gefið af okkur og þegið frá öðrum. Skapa rými fyrir áhugamál, húmor, gleði og þakklæti á hverjum degi. Með þessu erum við að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf til þess að við getum sinnt þeim verkefnum og áskorunum sem lífið býður okkur upp á,“ segir Hugrún. Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Að finna fyrir öryggi er upplifun og snýr að mörgum þáttum. Það er mjög misjafnt hvernig eða hvort fólk upplifi óöryggi í sömu aðstæðum. Eins býr fólk við mismunandi aðstæður, hefur mismunandi fortíð og hæfni til að takast á við óvissu og óöryggi,“ segir Hugrún Linda Guðmundsdóttir aðspurð um það hvernig óvissa getur haft áhrif á sjálfsöryggið okkar, sem síðan hefur áhrif á það hvernig okkur líður eða gengur í vinnunni. „Þetta skiptir allt máli og er einstaklingsbundið. Það er nú samt líklegast að allir finni fyrir einhverjum einkennum óöryggis á þessum fordæmalausu tímum. Við skulum líka hafa það á hreinu að það er eðlilegt að líða stundum illa eða upplifa óþægilegar tilfinningar,“ segir Hugrún. Hugrún er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að manneskjan sé alltaf í toppstandi og líði vel í öllum aðstæðum. „Við erum öll mannleg og að vera mannlegur þýðir að við upplifum alls konar tilfinningar bæði hjálplegar og óhjálplegar,“ segir Hugrún og bætir við „Hvernig við bregðumst við líðan okkar og tilfinningum er aftur á móti eitthvað sem við getum æft okkur í og hjálpar okkur að fyrirbyggja að það sem við erum að upplifa yfirtaki ekki allt okkar líf.“ Mikilvægt að þekkja okkar eigin einkenni Að sögn Hugrúnar fylgir óöryggi því sjálfkrafa að líkaminn kveikir á streituviðbragði. Þegar óvissa varir í langan tíma geta farið að birtast langvarandi álags- eða streitueinlkenni eins og svefnleysi, áhyggjur, kvíði, pirringur, breyting á mataræði, einangrun, spenna og verkir í líkama, neikvæðar hugsanir og ýmislegt fleira getur komið fram. „Við getum jafnvel farið að haga okkur mjög einkennilega og öðruvísi en við erum vön,“ segir Hugrún sem jafnframt bendir á mikilvægi þess að við séum á varðbergi fyrir þessum einkennum. Hugrún segir mikilvægt að horfa á þessa tíma sem við upplifum núna sem samfélagslegt áfall sem er að ganga yfir okkur öll. Fótunum er kippt undan okkar daglega lífi og við höfum ekki lengur stjórn á því hvað við gerum eða megum gera. Bjargráðin sem við erum vön aðnota duga okkur kannski ekki lengur. Þá myndast óöryggi og óvissa um hvað verður og hvernig framtíðin muni verða. „Þá er ekkert skrítið að fólki líði einkennilega og jafnvel viti ekki endilega hvernig þeim líður. Margir hafa misst vinnu eða upplifa óvissu í vinnumálum. Óvissan um að missa vinnu eða vita að fyrirtækið sé í hættu er jafnvel verri en að missa vinnuna og takast á við það. Sjálfsmyndin okkar er svo oft tengd vinnunni og þegar vinnan fer eða hlutverk breytast þá fer sjálfsmyndin oft í hnút,“ segir Hugrún. Hugrún leiðir okkur í gegnum æfingar og daglega rútínu sem getur hjálpað okkur að verða öruggari með okkur sjálf og þannig betur í stakk búin til að takast á við komandi tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Við æfum okkur sjálf og verðum sterkari En hvernig getum við eflt sjálfsöryggið í þessari óvissu? Að sögn Hugrúnar er eitt af því sem við þurfum að gera til að glíma við þessar nýju aðstæður er að sleppa væntingunum af því að ná stjórn. „Við þurfum að æfa okkur í því að sigla í gegnum óvissuna. Um leið og við áttum okkur á því getum við farið að kynna okkur hjálplegar aðferðir sem efla innri styrk og seiglu , en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Við getum þjálfað upp þennan hæfileika með ýmsum aðferðum. Þessar aðferðir sem ég ætla að nefna hér eru nú studdar með vísindalegum rannsóknum og það má skipta þessum þáttum í þrennt. Við þurfum að efla streituvitund sem við gerum með því að vera meira meðvitaðari um okkur sjálf, vera vakandi yfir hugsunum okkar, tilfinningum og líkamlegum einkennum, hvernig við bregðumst við öðru fólki og almennt hvernig við högum okkur. Þetta gerum við gjarnan með því að þjálfa okkur í núvitund. Við þurfum að þjálfa upp slökunarviðbragð líkamans, sem við gerum með ýmsum hugleiðslum, jóga nidra djúpslökunarhugleiðslum, núvitundarhugleiðslum, jóga eða annarri meðvitaðri hreyfingu. Æfum okkur í kærleika og samkennd bæði í eigin garð og annarra. Svo eru það þættir sem við getum tileinkað okkur eins aðlögunarhæfni og sveigjanleiki og að geta endurmetið hlutina. Við getum tileinkað okkur jákvætt viðhorf, byggt upp félagsleg tengsl og einblínt á jákvæða lífstílshegðun, eins og svefn, næringu og hreyfingu. Þannig að það er ýmislegt sem við getum gert til að hjálpa okkur í gegnum erfiða tíma. Þrátt fyrir að ytra ástandið sé ekkert endilega að breytast þá erum við að byggja upp þessa seiglu sem hjálpar okkur að takast betur á við óvissuna og óöryggið. Að einblína á þá þætti sem við höfum stjórn á en ekki á þætti sem við höfum enga stjórn á eins og efnahagsástandið. Það er lítil hjálp í því og breytir litlu að liggja í sófanum með áhyggjur og kvíða. Ástandið skánar ekki við það. Að sjálfsögðu reynum við að gera það sem í okkar valdi stendur en þurfum svo að sleppa tökunum. Þá er gott að geta fært athyglina á hjálplegri viðbrögð og leiðir. Með því líður okkur betur og erum þá jafnframt færari í að taka næstu skref og ákvarðanir. Við getum líka notað þennan óvissutíma sem tækifæri til að kafa aðeins inn á við og skoðað styrkleikana okkar og gildi, í hverju erum við góð, hvað elskum við að gera, hverju langar okkur að hlúa að og veita athygli. Hvað getum við verið þakklát fyrir að hafa? Það er gott að nota tímann til að gera eitthvað nýtt á hverjum degi, læra eitthvað eða prófa eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. Stækka aðeins þægindaramman. Öll þessi vinna mun skila sér í sterkari einstaklingi og betri hæfni í að takast á við erfiðleika,“ segir Hugrún. Góðu ráðin í lokin: Daglegir þættir Til að hnykkja á því hvernig við getum hjálpað okkur í sjálfstyrkingu bætir Hugrún við eftirfarandi ráðum. „Ég mæli með að fólk komi sér upp daglegri rútínu sem felur í sér rými til að hlúa að þessum þáttum sem ég hef nefnt hérna. Í þessari daglegu rútínu er reglulegur svefntími, hreyfing við hæfi, nærandi mataræði, reglulegir matmálstímar og hugleiðslutími. Eins ætti að setja inn í rútínu félagsleg samskipti eða að minnsta kosti að vera viss um að við séum í nærandi samskiptum þar sem við getum bæði gefið af okkur og þegið frá öðrum. Skapa rými fyrir áhugamál, húmor, gleði og þakklæti á hverjum degi. Með þessu erum við að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf til þess að við getum sinnt þeim verkefnum og áskorunum sem lífið býður okkur upp á,“ segir Hugrún.
Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira