Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 10:48 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey á fimmtudag. Lögregla telur að bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju var að ræða. Steinar Ólafsson Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“ Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“
Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15