Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 23:16 Primo Tours teiknuðu upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Vísir/getty Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti. Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti.
Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43
Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30