Erlent

Gæti orðið fyrsti felli­bylurinn til að skella á milljóna­borgina frá 1891

Atli Ísleifsson skrifar
Um 20 milljónir manna búa í stórborginni Mumbai í Indlandi.
Um 20 milljónir manna búa í stórborginni Mumbai í Indlandi. AP

Fellibylur sem nú nálgast indversku stórborgina Mumbai er að sækja í sig veðrið að sögn veðurfræðinga.

Óveðrið, sem fengið hefur nafnið Nisarga, er að koma að Indlandsströndum úr suðvestri frá Arabíuhafi og skelli hann á borgina verður það í fyrsta sinn frá árinu 1891 sem fellibylur gengur yfir borgina.

Tugþúsundir hafa nú þegar verið fluttar af ströndinni og hærra upp í land en í Mumbai búa 20 milljónir manna, fleiri en í nokkurri annarri indverskri borg, auk þess sem Mumbai er fjármálamiðstöð landsins.

Til að bæta gráu ofan á svart hefur borgin farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum.

Á miðnætti var fellibylurinn á um 200 kílómetra fjarlægð frá ströndum Mumbai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×