Foreldrar langveikra barna hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara í verndarsóttkví Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2020 16:10 Vísir/Vilhelm Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30
Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50