Segja Fjallið móðan og másandi eftir aðeins nokkur hnefahögg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 09:00 Forsíðan á nýjasta myndbandi Hafþórs Júlíusar Björnssonar á Youtube síðunni. Mynd/Youtube „Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport. Box Kraftlyftingar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
„Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira