Lífið

Ein Poin­ters-systra látin

Atli Ísleifsson skrifar
Bonnie Pointer á tónleikum í Las Vegas árið 2010.
Bonnie Pointer á tónleikum í Las Vegas árið 2010. Getty

Bandaríska söngkonan Bonnie Pointer er látin, 69 ára að aldri. Pointer og systur hennar gerðu garðinn frægan með sveitinni Pointer Sisters sem vann til Grammy-verðlauna og naut mikilla vinsælda meðal annars með lögunum Jump (For My Love) og I'm So Excited.

„Fjölskylda okkar er niðurbrotin,“ sagði systir hennar Anita í samtali við AP í gær. „Fyrir hönd systkina minna og allri Pointer-fjölskyldunni óskum við eftir að þið biðjið á þessari stund.“

Í frétt BBC segir að Bonnie og systir hennar June hafi fyrst stofnað dúett, en síðar meir hafi systur þeirra Anita og Ruth gengið til liðs við sveitina.

Pointers Sisters nutu vinsælda á áttunda áratugnum og unnu fyrst Grammy-verðlaun sín af samtals þremur árið 1975 fyrir lagið Fairytale.

Bonnie sagði skilið við sveitina árið 1977 og hóf þá sólóferil en gekk svo aftur til liðs við sveitina sem naut áfram vinsæda á níunda áratugnum.

Pointer Sisters er enn starfandi en Ruth er sú eina í systrahópnum sem enn er eftir, en með henni í sveitinni eru nú dóttir hennar og barnabarn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×