Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2020 20:00 Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli. Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli.
Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira