Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:47 Guðmundur Andri Thorsson hefur kallað eftir því að Bjarni Benediktsson komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira