Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 09:13 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, neitaði ítrekað í gær að tjá sig um nýjasta umdeilda tíst forsetans. AP/Susan Walsh Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira