Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2020 19:20 Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46