Formaður Fjölmiðlanefndar hefur fengið rúmar 15 milljónir frá ráðuneyti Lilju Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 23:20 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var talin hafa brotið jafnréttislög þegar hún skipaði flokksbróður sinn ráðuneytisstjóra. Ráðuneyti hennar hefur greitt Einari Huga sem hefur setið í fjölda nefnda fyrir Framsóknarflokkinn á sextándu milljón króna frá því að Lilja varð ráðherra, að sögn RÚV. Vísir/Vilhelm Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að menntamálaráðuneytið hefði svarað fyrirspurn þess um greiðslur til Einars Huga. Milljónirnar fékk hann fyrir formennsku í nefndum og lögfræðiráðgjöf vegna ýmissa mála undanfarin tvö og hálft ár. Átta milljónir króna eru vegna lögfræðiráðgjafar og segir RÚV það um þriðjung alls aðkeypts lögfræðikostnaðar ráðuneytisins frá því að Lilja tók við lyklavöldum þar. Fimm og hálf milljón króna var vegna vinnu við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Lilja skipaði Einar Huga sem formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðla. Sérfræðingarnir mæltu með því að Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólanna í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti yrði skipaður formaður nefndarinnar. Skammt er síðan kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál Magnússon, flokksbróður sinn, sem ráðuneytisstjóra. Lilja hefur hafnað því að tengsl Páls við Framsóknarflokkinn hafi haft nokkuð að gera með ákvörðun hennar að skipa hann ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur málið til skoðunar. Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Jafnréttismál Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöld að menntamálaráðuneytið hefði svarað fyrirspurn þess um greiðslur til Einars Huga. Milljónirnar fékk hann fyrir formennsku í nefndum og lögfræðiráðgjöf vegna ýmissa mála undanfarin tvö og hálft ár. Átta milljónir króna eru vegna lögfræðiráðgjafar og segir RÚV það um þriðjung alls aðkeypts lögfræðikostnaðar ráðuneytisins frá því að Lilja tók við lyklavöldum þar. Fimm og hálf milljón króna var vegna vinnu við frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Lilja skipaði Einar Huga sem formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga og þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðla. Sérfræðingarnir mæltu með því að Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði við Háskólanna í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti yrði skipaður formaður nefndarinnar. Skammt er síðan kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið lög þegar hún skipaði Pál Magnússon, flokksbróður sinn, sem ráðuneytisstjóra. Lilja hefur hafnað því að tengsl Páls við Framsóknarflokkinn hafi haft nokkuð að gera með ákvörðun hennar að skipa hann ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður Alþingis hefur málið til skoðunar.
Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Jafnréttismál Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42