Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2020 11:33 Íbúar í Delhí jarða ættingja sína. Óttast er að þar muni hundruð þúsunda smitast af kórónuveirunni á næstu vikum. AP/Manish Swarup) Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. Að mestu má rekja þá aukningu til Norður- og Suður-Ameríku og Suður-Asíu. „Þetta er alls ekki búið,“ sagði Mike Ryan frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, við blaðamenn í gær. „Ef við skoðum tölurnar frá síðustu vikum er ljóst að faraldurinn er enn að þróast. Hann er enn að vaxa víðsvegar um heiminn.“ Hann sagðist heilbrigðiskerfi vera að kikna undan álaginu víða um heim. Á sunnudaginn greindust 136 þúsund nýsmitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri á heimsvísu. Alls hafa minnst 7.360.239 greinst með veiruna, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, og minnst 416.201 hefur dáið. Þungamiðjan í Suður-Ameríku Það sést einnig vel á vef Financial Times þar sem haldið er utan um dauðsföll vegna Covid-19 á heimsvísu. Þar sést að á undanförnum vikum hefur um helmingur dauðsfalla vegna veirunnar á heimsvísu átt sér stað í Suður-Ameríku. Þar sést einnig að eftir samdrátt dauðsfalla í Evrópu hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik. Í byrjun mánaðarins dóu um 4.300 manns á hverjum degi, að meðaltali. Sérfræðingar segja þó útlit fyrir að víða hafi fleiri dáið en opinberar tölur gefa til kynna og jafnvel mun fleiri. Til að komast að hinu sanna hafa blaðamenn víða um heim borið saman heildarfjölda dauðsfalla ríkja á undanförnum vikum og mánuðum og borið saman við meðaltal síðustu ára. Það hefur leitt í ljós að víða eru dauðsföll rúmlega helmingi fleiri (50%) en þau hafa verið á undanförnum árum. Í Guayas héraði í Ekvador hafa til að mynda rúmlega þrisvar sinnum fleiri dáið frá því í mars, en hafa gert á sama tímabili undanfarin ár. Fjölmargir hafa dáið í Brasilíu eða minnst 39.680, samkvæmt opinberum tölum. Raunverulegur fjöldi láttinna er þó líklegast mun hærri. Víða eru þessi viðbótardauðsföll ekki tilgreind í opinberum tölum yfir dauðsföll vegna Covid-19. Vandræði í Indlandi, Pakistan og Íran Í Asíu hefur tilfellum fjölgað hratt að undanförnu. Yfirvöld Pakistan tilkynntu metfjölda nýsmitaðra í vikunni og hvöttu forsvarsmenn WHO embættismenn þar í landi til að grípa til félagsforðunar. Íran kom verulega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins. Þar var gripið til umfangsmikilla aðgerða og félagsforðunar í apríl. Þær aðgerðir stóðu þó einungis yfir í þrjár vikur, þar til yfirvöld opnuðu landið á nýjan leik í byrjun maí og sögðu það nauðsynlegt vegna efnahagsins. Nú fer smitum hratt fjölgandi í Íran. Þann 4. júní greindust 3.574 ný smit og hafa þau aldrei verið fleiri þar í landi. Í Delhí í Indlandi berjast embættismenn við nýja bylgju kórónuveirunnar og hefur einn forsvarsmanna borgarinnar sagst búast við því að rúmlega hálf milljón manna muni hafa smitast af veirunni við lok næsta mánaðar. 46 milljónir manna búa í Delhí og hefur borginni verið lýst sem tifandi tímasprengju af læknum þar. Umfangsmiklar aðgerðir gegn dreifingu veirunnar í Indlandi höfðu skilað góðum árangri og haldið tilfellum tiltölulega fáum. Heilt yfir hafa minnst 276.583 smitast og 7.745 dáið. Það hefur þó verið slakað á þeim aðgerðum á undanförnum vikum og hefur smituðum fjölgað hratt í kjölfarið. Samkvæmt AP fréttaveitunni var tilkynnt í morgun að nærri því tíu þúsund ný smit hafi greinst á milli daga. Í Suður-Kóreu hefur ný bylgja smita ógnað þeim mikla árangri sem hefur náðst þar. Íbúar í höfuðborg landsins hafa verið beiðnir um að halda sig heima en yfirvöld hafa ekki viljað skikka fólk til þess vegna efnahagsástandsins þar í landi. Sérfræðingar hafa kallað eftir því að gripið verði til aðgerða og segja Kóreumenn ganga í svefni í átt að nýjum faraldri og að þessu sinni í fjölmennasta héraði landsins. Þá tilkynntu yfirvöld í Indónesíu metfjölda nýgreinda smita í gær, alls 1.241, og var það annar dagurinn í röð sem það gerðist. Smituðum hefur fjölgað hratt í Indónesíu.AP/Achmad Ibrahim Óttast að veiran sé útbreidd í Afríku Í umfjöllun Washington Post kemur fram að í Afríku hafa minnst 200 þúsund manns greinst með veiruna en óttast er að í rauninni séu þeir mun fleiri sem hafi smitast. Vangaveltur eru uppi um að Peirre Nkurunziza, forseti Búrúndí, hafi dáið vegna veirunnar, en embættismenn þar í landi þvertaka fyrir að svo sé. Þá fer tvennum sögum af ástandinu í Tansaníu. Opinberar tölur fyrir fjölda smitaðra og látinna hafa ekki verið uppfærðar frá því í apríl og hefur forseti landsins lýst yfir sigri gegn veirunni. John Magufuli lýsti því yfir í kirkju á sunnudaginn að guð hefði fjarlægt veiruna frá Tansaníu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í kirkjunni hrósaði hann fólki fyrir að bera ekki andlitsgrímur og hélt því fram að grímur sem yfirvöld hefðu ekki samþykkt gætu borið veiruna, sem er auðvitað ekki rétt. Stjórnarandstaðan í Tansaníu heldur því þó fram að tugir þúsunda hafi smitast. Yfirmaður Smitsjúkdómavarna Afríku sagði í morgun að hann vonaðist til þess að yfirvöld þar deildu stöðunni með umheiminum. Mikið væri í húfi. Staðan slæm víða um heim Staðan er svipuð í ríkjum víðsvegar í heiminum þar sem smituðum fer fjölgandi en í sama mund eru yfirvöld að draga úr félagsforðun til að koma hjólum efnahagsins á ferð á nýjan leik. Í Mexíkó opnaði Andrés Manuel López Obrador, forseti, landið í byrjun mánaðarins. Hann sagði það nauðsynlegt því efnahagur landsins væri að hruni kominn. Þar hefur lítil sem engin skimun fyrir Covid-19 átt sér stað og hefur Obrador lýst því yfir að það væri sóun. New York Times segir stöðuna þar þó mjög alvarlega. Sjúkrahús, líkhús og líkbrennslur séu yfirfullar og fólk sé farið að stelast til að grafa fjölskyldumeðlimi sína í laumi. Haft er eftir læknum í landinu að staðan í Mexíkó eigi þó mögulega eftir að versna til muna. Mikil álag er á starfsmönnum kirkjugarða og líkbrennsla í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum Hjá nágrönnum Mexíkó í norðri, Bandaríkjunum, er svipað upp á teningnum og víða annarsstaðar, þó þar virðist sem yfirvöld og íbúar hafi í raun gefist upp í baráttunni við kórónuveiruna. Smituðum fjölgar víða og þrátt fyrir það hefur verið dregið verulega úr félagsforðun. Rúmur mánuður er síðan ríkisstjórn Donald Trump, hélt blaðamannafund um stöðuna þar í landi. Sérfræðingar óttast þar að auki að umfangsmikil mótmæli þar í landi vegna ofbeldis lögreglu muni leiða til mikillar fjölgunar smitaðra, þó enn sé of snemmt að segja til um það. Samkvæmt samantekt Washington Post greindist metfjöldi nýsmitaðra í Báðum Karólínum, Arizona, Arkansas, Flórída, Nevada, Texas, Oregon og Utah í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. Að mestu má rekja þá aukningu til Norður- og Suður-Ameríku og Suður-Asíu. „Þetta er alls ekki búið,“ sagði Mike Ryan frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, við blaðamenn í gær. „Ef við skoðum tölurnar frá síðustu vikum er ljóst að faraldurinn er enn að þróast. Hann er enn að vaxa víðsvegar um heiminn.“ Hann sagðist heilbrigðiskerfi vera að kikna undan álaginu víða um heim. Á sunnudaginn greindust 136 þúsund nýsmitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri á heimsvísu. Alls hafa minnst 7.360.239 greinst með veiruna, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, og minnst 416.201 hefur dáið. Þungamiðjan í Suður-Ameríku Það sést einnig vel á vef Financial Times þar sem haldið er utan um dauðsföll vegna Covid-19 á heimsvísu. Þar sést að á undanförnum vikum hefur um helmingur dauðsfalla vegna veirunnar á heimsvísu átt sér stað í Suður-Ameríku. Þar sést einnig að eftir samdrátt dauðsfalla í Evrópu hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik. Í byrjun mánaðarins dóu um 4.300 manns á hverjum degi, að meðaltali. Sérfræðingar segja þó útlit fyrir að víða hafi fleiri dáið en opinberar tölur gefa til kynna og jafnvel mun fleiri. Til að komast að hinu sanna hafa blaðamenn víða um heim borið saman heildarfjölda dauðsfalla ríkja á undanförnum vikum og mánuðum og borið saman við meðaltal síðustu ára. Það hefur leitt í ljós að víða eru dauðsföll rúmlega helmingi fleiri (50%) en þau hafa verið á undanförnum árum. Í Guayas héraði í Ekvador hafa til að mynda rúmlega þrisvar sinnum fleiri dáið frá því í mars, en hafa gert á sama tímabili undanfarin ár. Fjölmargir hafa dáið í Brasilíu eða minnst 39.680, samkvæmt opinberum tölum. Raunverulegur fjöldi láttinna er þó líklegast mun hærri. Víða eru þessi viðbótardauðsföll ekki tilgreind í opinberum tölum yfir dauðsföll vegna Covid-19. Vandræði í Indlandi, Pakistan og Íran Í Asíu hefur tilfellum fjölgað hratt að undanförnu. Yfirvöld Pakistan tilkynntu metfjölda nýsmitaðra í vikunni og hvöttu forsvarsmenn WHO embættismenn þar í landi til að grípa til félagsforðunar. Íran kom verulega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins. Þar var gripið til umfangsmikilla aðgerða og félagsforðunar í apríl. Þær aðgerðir stóðu þó einungis yfir í þrjár vikur, þar til yfirvöld opnuðu landið á nýjan leik í byrjun maí og sögðu það nauðsynlegt vegna efnahagsins. Nú fer smitum hratt fjölgandi í Íran. Þann 4. júní greindust 3.574 ný smit og hafa þau aldrei verið fleiri þar í landi. Í Delhí í Indlandi berjast embættismenn við nýja bylgju kórónuveirunnar og hefur einn forsvarsmanna borgarinnar sagst búast við því að rúmlega hálf milljón manna muni hafa smitast af veirunni við lok næsta mánaðar. 46 milljónir manna búa í Delhí og hefur borginni verið lýst sem tifandi tímasprengju af læknum þar. Umfangsmiklar aðgerðir gegn dreifingu veirunnar í Indlandi höfðu skilað góðum árangri og haldið tilfellum tiltölulega fáum. Heilt yfir hafa minnst 276.583 smitast og 7.745 dáið. Það hefur þó verið slakað á þeim aðgerðum á undanförnum vikum og hefur smituðum fjölgað hratt í kjölfarið. Samkvæmt AP fréttaveitunni var tilkynnt í morgun að nærri því tíu þúsund ný smit hafi greinst á milli daga. Í Suður-Kóreu hefur ný bylgja smita ógnað þeim mikla árangri sem hefur náðst þar. Íbúar í höfuðborg landsins hafa verið beiðnir um að halda sig heima en yfirvöld hafa ekki viljað skikka fólk til þess vegna efnahagsástandsins þar í landi. Sérfræðingar hafa kallað eftir því að gripið verði til aðgerða og segja Kóreumenn ganga í svefni í átt að nýjum faraldri og að þessu sinni í fjölmennasta héraði landsins. Þá tilkynntu yfirvöld í Indónesíu metfjölda nýgreinda smita í gær, alls 1.241, og var það annar dagurinn í röð sem það gerðist. Smituðum hefur fjölgað hratt í Indónesíu.AP/Achmad Ibrahim Óttast að veiran sé útbreidd í Afríku Í umfjöllun Washington Post kemur fram að í Afríku hafa minnst 200 þúsund manns greinst með veiruna en óttast er að í rauninni séu þeir mun fleiri sem hafi smitast. Vangaveltur eru uppi um að Peirre Nkurunziza, forseti Búrúndí, hafi dáið vegna veirunnar, en embættismenn þar í landi þvertaka fyrir að svo sé. Þá fer tvennum sögum af ástandinu í Tansaníu. Opinberar tölur fyrir fjölda smitaðra og látinna hafa ekki verið uppfærðar frá því í apríl og hefur forseti landsins lýst yfir sigri gegn veirunni. John Magufuli lýsti því yfir í kirkju á sunnudaginn að guð hefði fjarlægt veiruna frá Tansaníu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í kirkjunni hrósaði hann fólki fyrir að bera ekki andlitsgrímur og hélt því fram að grímur sem yfirvöld hefðu ekki samþykkt gætu borið veiruna, sem er auðvitað ekki rétt. Stjórnarandstaðan í Tansaníu heldur því þó fram að tugir þúsunda hafi smitast. Yfirmaður Smitsjúkdómavarna Afríku sagði í morgun að hann vonaðist til þess að yfirvöld þar deildu stöðunni með umheiminum. Mikið væri í húfi. Staðan slæm víða um heim Staðan er svipuð í ríkjum víðsvegar í heiminum þar sem smituðum fer fjölgandi en í sama mund eru yfirvöld að draga úr félagsforðun til að koma hjólum efnahagsins á ferð á nýjan leik. Í Mexíkó opnaði Andrés Manuel López Obrador, forseti, landið í byrjun mánaðarins. Hann sagði það nauðsynlegt því efnahagur landsins væri að hruni kominn. Þar hefur lítil sem engin skimun fyrir Covid-19 átt sér stað og hefur Obrador lýst því yfir að það væri sóun. New York Times segir stöðuna þar þó mjög alvarlega. Sjúkrahús, líkhús og líkbrennslur séu yfirfullar og fólk sé farið að stelast til að grafa fjölskyldumeðlimi sína í laumi. Haft er eftir læknum í landinu að staðan í Mexíkó eigi þó mögulega eftir að versna til muna. Mikil álag er á starfsmönnum kirkjugarða og líkbrennsla í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum Hjá nágrönnum Mexíkó í norðri, Bandaríkjunum, er svipað upp á teningnum og víða annarsstaðar, þó þar virðist sem yfirvöld og íbúar hafi í raun gefist upp í baráttunni við kórónuveiruna. Smituðum fjölgar víða og þrátt fyrir það hefur verið dregið verulega úr félagsforðun. Rúmur mánuður er síðan ríkisstjórn Donald Trump, hélt blaðamannafund um stöðuna þar í landi. Sérfræðingar óttast þar að auki að umfangsmikil mótmæli þar í landi vegna ofbeldis lögreglu muni leiða til mikillar fjölgunar smitaðra, þó enn sé of snemmt að segja til um það. Samkvæmt samantekt Washington Post greindist metfjöldi nýsmitaðra í Báðum Karólínum, Arizona, Arkansas, Flórída, Nevada, Texas, Oregon og Utah í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira