Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 10:45 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta. Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. Sveitarfélög á svæðunum hafa einnig verið beðin um umsögn. Stutt er síðan bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti að leggja til við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi, eitthvað sem fór ekki vel í sveitarstjórnarmenn í Fjallabyggð við utanverðan Eyjafjörð, sem vilja kanna betur hvort fiskeldi við Eyjafjörð geti verið fýsilegur kostur þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að friða stóran hluta fjarða og flóa á Norður- og Austurlandi fyrir laxeldi í sjó, en Eyjafjörður og firðirnir tveir í Norðfjarðarflóa eru ekki friðaðir. Þá eru flestir firðir á Vestfjörðum ófriðaðir en umsagnarbeiðni ráðuneytisins nú nær til Jökulfjarða á Vestfjörðum, fimm fjarða sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi norðanverðu. Ekki má stunda laxeldi í sjó innan við rauðu línurnar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekkert af þessum svæðum sé burðarþolsmetið með tilliti til laxeldis í sjó og engin rekstrarleyfi eða umsóknir um rekstrarleyfi séu til staðar á þessum svæðum. Þá segir jafnframt að umsagnarbeiðnirnar séu sendar á grundvelli laga um fiskeldis þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getur, að fenginni umsögn Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða á svæðum sem teljast sérlega viðkvæm gagnvart fiskeldi. Sjávarútsvegsráðherra heldur opinn fund um fiskeldi á Norðurlandi í Hofi á Akureyri í kvöld klukkan átta.
Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. 24. maí 2020 12:30
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06