Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 12:25 Ásmundur Einar var einn þeirra sem kynnti úrræðið á fundi í dag. Aðsend Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks. Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira