Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2020 15:30 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020 Ísrael Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020
Ísrael Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira