Innlent

Engin tak­mörk á gesta­fjölda í sund­laugum og líkams­ræktar­stöðvum frá 15. júní

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Engar takmarkanir verða á gestafjölda sundlauga frá og með 15. júní næstkomandi.
Engar takmarkanir verða á gestafjölda sundlauga frá og með 15. júní næstkomandi. Mynd/ GVA

Þann 15. júní næstkomandi taka í gildi frekari tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500 manns og núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður.

Engar frekari breytingar verða gerðar að svo stöddu en ákvörðunin var tekin af heilbrigðisráðherra í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem sendar voru til ráðherra í minnisblaði. Þar kemur meðal annars fram að nýsmitum hafi fækkað verulega á undanförnum vikum og einungis hafi níu einstaklingar greinst með veiruna í maí og það sem af er júní.

Af þeim greindust tveir á veirufræðideild Landspítala og sjö hjá Íslenskri erfðagreiningu sem sé vísbending um að það sé mjög lítið af virku smiti í samfélaginu segir í minnisblaðinu.

Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð 4. maí síðastliðinn og önnur afléttingin 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þriðja afléttingin var gerð þann 25. maí síðastliðinn og hefur engin aukning smita sést í kjölfar tilslakananna.


Tengdar fréttir

„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“

Stefnt að opnun aðstöðunnar við ylströndina í vikunni. Deildarstjóri segir ekki um tilmæli sóttvarnalæknis að ræða. Ástæða lokunarinnar sé afar einföld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×