Nýr tónn sleginn Einar Sveinbjörnsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun