Fjarlægja „Don‘t mention the war“-þátt Hótels Tindastóls Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 07:53 Basil Fawlty í túlkun John Cleese í umræddum þætti. Skjáskot Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“ Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira