Innlent

Ís­lendingar fá að gista í Köben eftir allt saman

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Getty

Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn sem ferðast til Danmerkur í sumar fá að gista í Kaupmannahöfn eftir allt saman. Frá þessu greindi dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup á fréttamannafundi nú eftir hádegi.

Áður hafði gerið greint var frá því að Íslendingar mættu ferðast til Danmerkur frá 15. júní. Sérstaklega var tekið fram að þeim væri óheimilt að gista í Kaupmannahöfn eða sveitarfélaginu Frederiksberg þó að heimilt væri að fara þangað í dagsferðir.

„Þegar við opnum á ferðir ferðamanna til Danmerkur á mánudaginn hafa takmarkanirnar verið sex gistinætur að lágmarki og að þær væru ekki í Kaupmannahöfn. Við breytum þessum síðari hluta núna,“ sagði Hækkerup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×