Ríkisstjórnarsamstarfið „fráleit pæling“ en traustið til staðar Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
„Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12
Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34